Umhverfis- og samgöngunefnd

98. fundur 23. apríl 2018 kl. 16:30 - 19:10 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Valgerður Þ E Guðjónsdóttir varafulltrúi
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalfulltrúi
  • Hreggviður Norðdahl áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður nefndar
  • Karl Eðvaldsson starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá

Almenn erindi

1.17052048 - Gatnaviðhald - ástandsskoðun, heildarúttekt

Fulltrúar Eflu ehf. kynna skýrslu varðandi úttekt á gatnakerfi Kópavogsbæjar.
Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar fulltrúum Eflu ehf. fyrir kynninguna. Umhverfis- og samgöngunefnd fagnar því að heildarúttekt liggi fyrir næstu ár sem grundvöllur fyrir upplýstri ákvörðunartöku.

Almenn erindi

2.1804315 - 201 Smárinn - Zipbílar - Aðstaða

Kynnt mögulegt fyrirkomulag Zipbíla deilibíla fyrir hverfið 201 Smára ásamt ráðstöfun bílastæða fyrir verkefnið.
Umhverfis- og samgöngunefnd tekur jákvætt í hugmyndafræði deilibíla og felur umhverfissviði að kanna möguleika á nýtingu bæjarlands undir deilibíla. Ásamt því að athuga hvernig Reykjavíkurborg hefur leyst sambærilegt erindi.

Almenn erindi

3.1804316 - 201 Smárinn - Sorphirða

Kynnt mögulegt fyrirkomulag sorphirðulausna fyrir hverfið 201 Smári. Lögð fram greinagerð frá Klasa ehf. varðandi tillögur að djúpgámalausnum fyrir svæðið og uppbyggingu kerfisins fyrir 201 Smára.
Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til umhverfissviðs og samræmingar við hönnunarreglur fyrir sorpgeymslur, sorpgerði og niðurgrafin sorpílát í Kópavogi.

Almenn erindi

4.1803663 - Framkvæmdir á útivistarsvæðum 2018

Frá Garðyrkjustjóra lögð fram tillaga að framkvæmdum á útivistarsvæðum í Kópavogi 2018.

Umhverfis- og samgöngunefnd - 97 (12.03.2018)
Andri Steinn Hilmarsson óskar eftir samantekt á ráðstöfunarfé við uppbyggingu Trjásafnsins í Meltungu til þessa og leggur til að afgreiðslu þessa liðar sé frestað þar til þessi gögn liggja fyrir.
Hjördís Ýr Johnson, Hreiðar Oddsson, Andri Steinn Hilmarsson greiddu atkvæði með tillögunni, Sigurður M. Grétarsson sat hjá við atkvæðagreiðslu.
Hreggviður Norðdahl bókar að hann leggist gegn því að afgreiðslu tillögunnar sé frestað.
Andri Steinn Hilmarsson bókar að rétt sé að yfirlit yfir heildarkostnað liggir til grundvallar frekari ákvörðunartöku.
Hjördís Ýr Johnson tók undur bókun Andra Steins Hilmarssonar.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir öll önnur atriði framlagðrar áætlunar um framkvæmdir á útivistarsvæðum í Kópavogi árið 2018.
Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar greinagott yfirlit og samþykkir áframhaldandi uppbyggingu Tjásafnsins í Meltungu.
Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til við umhverfissvið að kynna íbúum bæjarins betur Trjásafnið.

Almenn erindi

5.1802654 - Glaðheimar, yfirborðsfrágangur gatna.

Kynnt niðurstaða á yfirborðsfrágangi á Glaðheimasvæði.

Umhverfis- og samgöngunefnd - 97 (12.03.2018)
Umhverfis- og samgöngunefnd harmar að málið hafi ekki komið til nefndarinnar áður en útboðsferli hófst og óskar eftir gögnum um málið.
Frestað.
Umhverfis- og samgöngunefnd ítrekar fyrri bókun og felur umhverfissviði að kynna nýja útfærslu á torgi svæðisins á næsta fundi nefndarinnar.

Almenn erindi

6.1803743 - Aðgengi og flæði um Hlíða-, Holta- og Hæðasmára

Lagt fram erindi Miröndu Haskell varðandi aðgengi og flæði um Hlíða-, Holta- og Hæðasmára. Ökutækjum er lagt við göturnar og m.a. tekið þannig stæði sem starfsmenn og viðskiptavinir fyrirtækja á þessu svæði gætu annars notað og skapar hættur fyrir umferð og gangandi dags. 7. mars 2018.

Umhverfis- og samgöngunefnd - 97 (12.03.2018)
Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að boða hluteigandi aðila á fund og fara yfir stöðu mála og greina nefndinni frá tillögum að úrlausn á næsta fundi nefndarinnar.

Deildarstjóri Gatnadeildar kynnir framvindu mála.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

7.1803744 - Mávar við Kópavogstjörn

Lögð fram ábending íbúa varðandi ágang máva við Kópavogstjörn í Kópavogsdal dags. 1 mars 2018.

Umhverfis- og samgöngunefnd - 97 (12.03.2018)
Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að taka saman upplýsingar um málið og kynna á næsta fundi nefndarinnar.
Umhverfis og samgöngunefnd samþykkir aðgerðir í samræmi við tillögur Náttúrufræðistofu Kópavogs. Sett verði upplýsinga- og fræðsluskilti með umgengnisreglum við Kópavogstjörn í samræmi við önnur fræðsluskilti.
Umhverfis- og samgöngunefnd óskar eftir upplýsingum um kostnað við fuglatalningar.

Almenn erindi

8.1803859 - Brúarhandrið á brú á Digranesvegi

Frá sviðstjóra umhverfissviðs lögð fram tillaga að brúarhandirði á brú á Digranesvegi.

Umhverfis- og samgöngunefnd - 97 (12.03.2018)
Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að þróa áfram tillögu að opnari útfærslu á brúarhandriði á Digranesveg.
Umhverfis- og samgöngunefnd vísar útfærslu brúarhandriðs til vinnu við heildrænar skipulagningar miðsvæðis Hamraborgar og Menningarhúsanna.

Almenn erindi

9.1803861 - Óskað eftir kortlagningu á tillögu að uppbyggingu leiðarkerfis almenningssamgangna Strætó bs. í Kópavogi frá Hjördísi Ýr Johnson

Formaður umhverfis- og samgöngunefndar óskar eftir kortlagningu á tillögu að uppbyggingu leiðarkerfis almenningssamgangna Strætó bs. í Kópavogi með það að leiðarljósi að stytta bið- og ferðatíma íbúa með bættri þjónustu og góðri tengingu við nágranna sveitafélög. Stuttri greinagerð um rökstuðning leiðarvals og tillagna á breytingu fylgi.
Formaður þakkar framlögð gögn.
Lagt fram og kynnt.
Andri Steinn Hilmarsson bókar að það sé mjög brýnt að smiði brúar yfir Fossvog verði lokið hið fyrsta og verði opin fyrir almenningsvagna.
Um er að ræða mikið framfaramál í almenningssamgöngum í Kópavogi.
Hjórdís Ýr Johnson tekur undir bókun Andra Steins Hilmarssonar.

Almenn erindi

10.1803862 - Óskað eftir kortlagningu á tillögu að uppbyggingu stofnstígakerfis fyrir hjólreiðar í sveitarfélaginu frá Hjördísi Ýr Johnson

Formaður umhverfis- og samgöngunefndar óskar eftir kortlagningu á tillögu að uppbyggingu stofnstígakerfis fyrir hjólreiðar í sveitarfélaginu ásamt flokkun stíga fyrir næst fund nefndarinnar ásamt stuttri greinagerð um rökstuðning leiðarvals.
Formaður þakkar framlögð gögn.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

11.1703292 - Vegglist og vegglistaverk í Kópavogi

Kynnt framvinda verkefnisins.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

12.1711369 - Bílastæðamál við Hlíðasmára 1

Umhverfis- og samgöngunefnd - 94 (19.12.2017)
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir bann við bifreiðastöðum í götunni í samræmi við framlögð gögn. Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að skoða langtíma lausn á bílastæðavanda svæðisins í samvinnu við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu út frá umferðaröryggi og skila tillögum til nefndarinnar.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

13.1310510 - Gámar í Kópavogi

Farið yfir stöðu mála.
Frestað.

Almenn erindi

14.1804129 - Hjólabrettaskál

Lagt fram erindi Steinarr Lár Steinarssonar varðandi hjólabrettaskál í Kópavogi dags. 26. mars 2018.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir á framlagðar tillögur og vísar erindinu til Umhverfissviðs til afgreiðslu.
Hreiðar Oddsson bókar að hann fagnar því að frumkvæði íbúa séu nýtt og vonar að hjólabrettaskál rísi í Kópavogi von bráðar.
Kostnaðarliðum erindisins vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Önnur mál

15.1704446 - Bílastæðasjóður Kópavogsbæjar

Lögð fram tillaga að gjaldskrá bílastæðasjóð Kópavogsbæjar.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagðar tillögur að gjaldskrá bílastæðasjóðs Kópavogsbæjar.
Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 19:10.