Umhverfis- og samgöngunefnd

102. fundur 09. október 2018 kl. 16:30 - 18:30 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Andri Steinn Hilmarsson formaður
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalmaður
  • Kristín Hermannsdóttir aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • Erlendur H. Geirdal áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður nefndar
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá

Almenn erindi

1.1810254 - Málstofa - Áhrif loftlagsbreytinga á rekstur sveitarfélaga - Veðurstofa Íslands

Gert grein fyrir málstofu á vegum Veðurstofu Íslands varðandi loftlagsbreytingar á Íslandi og áhrif á rekstur sveitarfélaga sem haldið var 3.10.2018.
Frestað.

Almenn erindi

2.18082513 - Ljósa- og auglýsingaskilti - Verklag

Kynning verklagsreglum fyrir skilti í Kópavogi 2013 og áframhaldandi vinnu á verklagsreglum fyrir ljós- og auglýsingaskilti í Kópavogi 2018. Lögð fram skýrsla Lisku ehf, varðandi drög að stefnumótun fyrir skilti í Kópavogi dags. 5. október 2018.
Frestað.

Almenn erindi

3.1310510 - Gámar í Kópavogi

Lögð fram tillaga að fyrirkomulagi stöðuleyfa í Kópavogi og gjaldskrá fyrir stöðuleyfa gáma í Kópavogi.
Frestað.

Almenn erindi

4.1409005 - Vettvangsferð - Umhverfis- og samgöngunefndar

Farið í skoðunarferð um Kópavog.

Almenn erindi

5.1312123 - Hverfisáætlun Kársness 2018. Drög.

Skipulagsráð - 35 (1.10.2018) - Hverfisáætlun Kársness 2018. Drög.
Lagt fram og kynnt. Vísað til kynningar í umhverfis- og samgöngunefnd.

Lögð fram til kynningar drög að hverfisáætlun Kársnes 2018. Hlutverk hverfisáætlunar er að kveða nánar en gert er í aðalskipulagi um helstu þætti hvers bæjarhluta með áherslu á hvar breytinga er að vænta eða hvar þeirra er þörf. Í áætluninni er fyrst og fremst fjallað um byggðina, þjónustu, umhverfi, umferð og íbúa.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

6.17052048 - Gatnaviðhald - ástandsskoðun, heildarúttekt

Lögð fram skýrsla Eflu ehf. varðandi gatnaviðhald í Kópavogi 2018, ástandmat á slitlögum gatna í Kópavogi veturinn 2017-2018 dags. 19.04.2018.
Frestað.

Almenn erindi

7.1809726 - Þróunarsvæði Kársness.

Skipulagsráð - 35 (1.10.2018) - Þróunarsvæði Kársness. Staðan.
Lagt fram og kynnt. Vísað til kynningar í umhverfis- og samgöngunefnd.

Gerð grein fyrir stöðu mála á þróunarsvæði Kársness: 1. Skipulagstölur þar sem farið verður yfir samgöngukerfi þar sem farið verður yfir gatnakerfi, umferð, göngu- og hjólastíga og almenningssamgöngur Hugmyndir að útfærslu í göturými Bakkabrautar, Hafnarbrautar og Vesturvarar.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

8.1810293 - Aðgangsstýrð reiðhjólastæði í Kópavogi

Lögð fram tillaga að tilraunaverkefni á aðgangsstýrðum reiðhjólastæðum í Kópavogi.
Frestað.
Farið var í skoðunarferð um Kópavog kl 17:30. Þeim málum sem ekki höfðu hlotið afgreiðslu var frestað og verða þau tekin fyrir á næsta fundi nefnarinnar.

Fundi slitið - kl. 18:30.