Umhverfis- og samgöngunefnd

105. fundur 20. nóvember 2018 kl. 16:30 - 19:00 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Andri Steinn Hilmarsson formaður
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalmaður
  • Guðjón Ingi Guðmundsson varamaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • Erlendur H. Geirdal áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður nefndar
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá

Almenn erindi

1.1811257 - Skemmuvegur Hamraborg, hjólaleið.

Lagt fram erindi Írisar Marelsdóttur varðandi hjólaleið frá Skemmuveg til Hamraborgar dags. 9.11.2018.
Í vinnu við samgöngustefnu Kópavogsbæjar eru skilgreindar meginleiðir innan sveitarfélagsins og milli sveitarfélaga. Þar er gert ráð fyrir leið frá Smiðjuhverfi/Skemmuveg að Hamraborg með tengingum niður í Fossvogsdal, Kópavogsdal og í Mjódd.

Almenn erindi

2.1811258 - Vífilsfell, gönguleið.

Lagt fram erindi frá Íris Marelsdóttur varðandi gönguleiðir, gönguleiðaskilti og gestabók í Vífielsfelli dags. 9.11.2018.
Kópavogsbær og Vinir Vífilsfells gerðu með sér samkomulag árið 2014 um gerð og viðhald vefsíðu um Vífilsfell.is, gerð og viðhald facebook-síðu um Vífilsfell, gerð grunnkort af gönguleiðum fyrir vef og skilti, stikun gönguleiða á Vífilsfelli og viðhald þeirra, uppsetningu vegpresta á Vífilsfelli, hönnun og umsjón með framleiðslu upplýsingaskilta við upphaf og/eða við bílastæði og grunnvinnu við merkingu göngustíga þar sem það á við. Verkefnið byggist á því að auðvelda áhugasömu göngufólki aðgang að Vífilsfelli með kynningu á fjallinu og merkingu gönguleiða. Erindi þessu er vísað til þeirrar vinnu.

Almenn erindi

3.1310510 - Gámar í Kópavogi

Lögð fram tillaga að samþykkt um stöðuleyfi í Kópavogi ásamt gjaldskrá fyrir stöðuleyfi fyrir gáma í Kópavogi.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma samþykkt um stöðuleyfi í Kópavogi og gjaldskrá fyrir stöðuleyfi gáma. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

4.1410259 - Hreinsunarátak á atvinnusvæðum í Kópavogi

Greint frá stöðu mála og lögð fram tillaga að hreinsunarátaki á atvinnusvæði Kársness 26.- 30. nóvember 2018.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

5.1811045 - Fyrirspurn um útskiptingu bensín- og dísilbíla Kópavogsbæjar erindi frá Erlendi Geirdal

Kynntar upplýsingar um útskiptingaráform bensín og dísilbíla Kópavogsbæjar og þróun síðustu ára.
Frestað.

Almenn erindi

6.1810545 - Uppfæra Umhverfisstefnu Kópavogsbæjar í samræmi við heimsmarkmiðin og áhersluatriði stefnumótunar Kópavogsbæjar erindi frá Andra Stein Hilmarssyni

Á 103. fundi Umhverfis- og samgöngunefndar var lagt fram erindi Andra Steins Hilmarssonar dags. 15.10.2018 varðandi uppfærslu á Umhverfisstefnu í samræmi við heimsmarkmiðin og áhersluatriði stefnumótunar Kópavogsbæjar verði hafin. Loftlagsstefna- og loftgæðaáætlun Kópavogsbæjar verði hluti af Umhverfistefnu Kópavogsbæjar. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti einróma að hefja vinnu við uppfærslu á Umhverfisstefnu Kópavogsbæjar í samræmi við heimsmarkmiðin og fól umhverfissviði að koma með tillögu að útfærslu.
Lagt til að stofnaður verði vinnuhópur með kjörnum fulltrúum og fulltrúi hvers sviðs Kópavogsbæjar sem kæmi að vinnu við uppfærslu á Umhverfisstefnu Kópavogsbæjar undir verkefnisstjórn Umhverfisfulltrúa. Lögð fram tillaga á útfærslu við að uppfæra Umhverfisstefnu Kópavogsbæjar.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að stofnaður verði vinnuhópur með kjörnum fulltrúum og fulltrúi hvers sviðs Kópavogsbæjar sem kæmi að vinnu við uppfærslu á Umhverfisstefnu Kópavogsbæjar undir verkefnisstjórn Umhverfisfulltrúa.
Umhverfis- og samgöngunefnd áformar að halda tvo vinnufundi í nefndinni þar sem hafin verður vinna við uppfærslu á Umhverfisstefnu Kópavogsbæjar.

Almenn erindi

7.1810927 - Að kannað sé hvort nýtt skipulag Kársnes taki til ætlaðrar hækkunar á yfirborði sjávar erindi frá Indriða Stefánssyni

Lögð fram gögn varðandi greiningu á áætlaðri hækkun á yfirborði sjávar á Kársnesi.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

8.1810925 - Athuga hvort verktakar séu að fá tilskilin leyfi til að stoppa umferð erindi frá Indriða Stefánssyni

Greint frá stöðu mála.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

9.1801683 - Samstarfsverkefni Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar á mismunandi leiðum í úrgangsmálum

Kynning á skýrslu Alta, Söfnun úrgangs, endurnýting og endurvinnsla; yfirlit yfir stefnu og leiðir dags. júní 2018.
Frestað.

Almenn erindi

10.18061071 - Umferðarljós í Kópavogi, endurnýjun.

Kynning á ætlun um endurnýjun umferðarljósa í Kópavogi.
Lagt fram og kynnt.
Umhverfis- og samgöngunefnd óskar eftir kynningu á ljósastýringarmöguleikum.

Almenn erindi

11.18082513 - Skilti og auglýsingar - Verklag

Lögð fram tillaga að samþykkt um skilti og auglýsingar í Kópavogi.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma samþykkt um skilti og auglýsingar í Kópavogi. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 19:00.