Umhverfis- og samgöngunefnd

107. fundur 18. desember 2018 kl. 16:30 - 18:00 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Andri Steinn Hilmarsson formaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal varamaður
  • Kristín Hermannsdóttir aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • Erlendur H. Geirdal áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður nefndar
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.1811027F - Bæjarstjórn - 1186. fundur frá 11.12.2018

1310510 - Gámar í Kópavogi
Lögð fram tillaga að samþykkt um stöðuleyfi í Kópavogi ásamt gjaldskrá fyrir stöðuleyfi fyrir gáma í Kópavogi.

Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 105
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma samþykkt um stöðuleyfi í Kópavogi og gjaldskrá fyrir stöðuleyfi gáma. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Niðurstaða
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum samþykkt um stöðuleyfi í Kópavogi og samþykkir með 11 atkvæðum gjaldskrá fyrir stöðuleyfi gáma.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.1811027F - Bæjarstjórn - 1186. fundur frá 11.12.2018

18082513 - Skilti og auglýsingar - Verklag
Lögð fram tillaga að samþykkt um skilti og auglýsingar í Kópavogi.

Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 105
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma samþykkt um skilti og auglýsingar í Kópavogi. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Niðurstaða
Bæjarstjórn frestar afgreiðslu málsins.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

3.1812010F - Bæjarráð - 2938. fundur frá 13.12.2018

1511114 - Samþykkt um meðhöndlun úrgangs
Lögð fram breytingartillaga á samþykkt um meðhöndlun úrgangs.

Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 106
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða breytingartillögu að samþykkt um meðhöndlun úrgangs. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Niðurstaða
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

4.1812010F - Bæjarráð - 2938. fundur frá 13.12.2018

1811676 - Lækkun hámarkshraða á hluta Kópavogsbrautar við Kársnesskóla
Lögð fram tillaga um lækkun hámarkshraða á hluta Kópavogsbrautar við Kársnesskóla.

Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 106
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagðar tillögur. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði Kópavogsbæjar að gera kostnaðargreiningu á uppsetningu á hraðamyndavélakerfi á Kársnesinu. Jafnframt verði kannað viðhorf íbúa á Kársnesi við að fjarlægðar verði hraðahindranir á Kársnesinu og hraðamyndavélakerfi verið sett upp ásamt því að umferðarhraði verði lækkaður.
Hreiðar Oddsson bókar að hann fagnar því að hámarkshraði á hluta Kópavogsbrautar verði lækkaður í 30 km hraða og hlakkar til að sjá niðurstöður könnunar um viðhorf íbúa á Kársnesi.
Indriði Stefánsson tekur undir bókun Hreiðars Oddssonar.

Niðurstaða
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Almenn erindi

5.1409005 - Fyrirliggjandi verkefni - Umhverfis- og samgöngunefnd

Kynning og umræður.
Lagt fram og kynnt.

Önnur mál

6.1809548 - Fundir Umhverfis- og samgöngunefndar 2018-2019

Lögð fram tillaga að fundardögum Umhverfis- og samgöngunefndar til september 2019.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða tillögu að fundardögum til 1. september 2019.

Önnur mál

7.1812665 - Frágangur á götum sem er búið að rjúfa erindi frá Indriða Stefánssyni

Hvenær megi búast við að verktakar sem hafa verið að rjúfa malbik vegna tengivinnu við lagna virki, muni ganga aftur frá götum, núna eru 3 staðir þar sem á Kársnesi eru vegir rofnir og frágangur er ekki góður eins og er og ef tæki að snjóa svo einhverju nemi þá verður það til vandræða þegar kemur að ruðningi.
Vísað til umhverfissviðs.

Önnur mál

8.1812666 - Tenging Kársnes við Fífusvæðið erindi frá Indriða Stefánssyni

Tenging Kársnes við Fífusvæðið. Nú eru nær öll íþróttastarfsemi skólabarna í Fífunni og strætósamgöngur eru ekki heppilegar (skipta þarf í Hamraborg) og vagnarnir frá félögunum eru að fara áður en skóla líkur.
Vísað til umhverfissviðs.

Fundi slitið - kl. 18:00.