Umhverfis- og samgöngunefnd

108. fundur 21. desember 2018 kl. 08:00 - 13:00 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Andri Steinn Hilmarsson formaður
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalmaður
  • Kristín Hermannsdóttir aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • Erlendur H. Geirdal áheyrnarfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal varamaður
Starfsmenn
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður nefndar
  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
  • Pálmi Þór Másson lögfræðingur
  • Stefán Ómar Jónsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá

Almenn erindi

1.1810545 - Uppfæra Umhverfisstefnu Kópavogsbæjar í samræmi við heimsmarkmiðin og áhersluatriði stefnumótunar Kópavogsbæjar erindi frá Andra Stein Hilmarssyni

Fundurinn er vinnufundur Umhverfis- og samgöngunefndar við að uppfæra Umhverfisstefnu Kópavogsbæjar í samræmi við breytingu á Staðardagskrá 21 yfir í Heimsmarkmiðin 17. Loftlags- og loftgæðaáætlun Kópavogsbæjar er hluti af vinnu við Umhverfisstefnu ásamt gróður og ræktunarmál, orkuskipti og orkuskiptaáætlanir, ljósvistarskipulag og lýsingarmál, útivistar og aðgengismál, uppbygging umhverfis fyrir vistvæna ferðamáta, kolefnisfótspor-, bókhald-, og binding, meðhöndlun úrgangs, grenndargerði og grenndargámastöðvar, umhverfisvottanir og umgengnisreglur, samfélagsleg ábyrg fyrirtæki í Kópavogi, forvarnir og fræðsla í umhverfismálum, skilti og auglýsingar í bæjarfélaginu, lagalegar skyldur nefndarinnar og náttúruvernd og náttúruverndarlög.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 13:00.