Umhverfis- og samgöngunefnd

165. fundur 20. júní 2023 kl. 16:30 - 19:05 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Hannes Steindórsson formaður
  • Guðjón Ingi Guðmundsson aðalmaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalmaður
  • Jane Victoria Appleton aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • Leó Snær Pétursson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
Fundargerð ritaði: Birkir Rútsson Deildarstjóri gatnadeildar
Dagskrá

Almenn erindi

1.23051922 - Rekstur á biðskýlum strætisvagna í Kópavogi

Erindi Billboard ehf um uppsetningu og rekstur á strætóskýlum í Kópavogi. Alda Kristín Sigurðardóttir deildarstjóri innkaupadeildar er gestur undir þessum lið.
Umræður. Vísað til umhverfissviðs til frekari úrvinnslu.

Almenn erindi

2.23051341 - Hjólabrettaskál í Kópavogsdal

Áframhaldandi umræða um gerð og staðsetningu hjólabrettarskálar í Kópavogi. Málið var síðast á dagskrá umhverfis- og samgöngunefndar 18. október 2022. Ármann Halldórsson deildarstjóri framkvæmdadeildar kynnir.
Umhverfis- og samgöngunefnd horfir jákvætt á staðsetningu hjólabrettaskálarinnar í Kópavogsdal við Smárahvammsvöll og hvetur til að framkvæmdir hefjist eins fljótt og unnt er. Vísað til bæjarráðs til samþykkis.

Almenn erindi

3.2210956 - Jafnréttisáætlun Kópavogs 2023-2026

Lögð fram drög að jafnréttis- og mannréttindastefnu Kópavogsbæjar. Jafnréttis- og mannréttindaráð hefur óskað eftir umsögn frá umhverfis- og samgöngunefnd um drög að jafnréttis- og mannréttindastefnu. Auður Kolbrá Birgisdóttir lögmaður af stjórnsýslusviði kynnir.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

4.23061091 - Umhverfisviðurkenningar 2023

Kynning á fyrirkomulagi umhverfisviðurkenninga í Kópavogi árið 2023.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillagt fyrirkomulag umhverfisviðurkenningum fyrir árið 2023.

Almenn erindi

5.23031532 - Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 vegna stígakerfis í upplandi Garðabæjar

Lagt fram að nýju erindi Arinbjarnar Vilhjálmssonar, skipulagsstjóra Garðabæjar, dags. 14. mars 2023 þar sem óskað er eftir umsögn Kópavogsbæjar um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 vegna stígakerfis í upplandi Garðabæjar. Í breytingunni felst endurskoðun á reiðleiðum og stígum til samræmis við deiliskipulagstillögur og friðlýsingartillögu sem kynntar eru samhliða.



Málið var lagt fyrir nefndina 18. apríl síðasliðinn þar sem óskað var eftir frekari gögnum varðandi umferðargreiningar og áhrif á umferð til og frá Vatnsendavegi ásamt þeim umhverfisáhrifum sem breytingar á nýtingu vegarins gætu haft í för með sér.



Á fundi nefndarinnar þann 16. maí voru lagðar fram umferðargreiningar og gögn um umhverfisáhrif. Óskað var eftir frekari umfjöllun um erindi skipulagsstjóra Garðabæjar á næsta fundi nefndarinnar. Auður D. Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi verður gestur undir þessum lið.
Umhverfis- og samgöngunefnd tekur undir þær ábendingar sem fram koma í minnisblaði skipulagsdeildar dags. 10. maí 2023. Að öðru leyti er ekki gerð athugasemd við tillögu Garðabæjar að breytingu á aðalskipulagi.

Almenn erindi

6.23052121 - Fyrirspurn nefndarfulltrúa. Erindisbréf umhverfis- og samgöngunefndar

Beiðni Indriða Inga Stefánssonar um umræðu um erindisbréf nefndarinnar. Hvert verksvið nefndarinnar er og hvernig málum er komið á dagskrá. Pálmi Þór Másson bæjarritari er gestur undir þessum lið.
Umræður.

Almenn erindi

7.2306997 - Menningarmiðja Kópavogs

Kynning á verkefninu "Menningarmiðja Kópavogs". Soffía Karlsdóttir forstöðumaður menningarmála kynnir.
Lagt fram og kynnt

Almenn erindi

8.23021022 - Breikkun Suðurlandsvegar. Frá Lögbergsbrekku að Gunnarshólma. Umsókn um framkvæmdaleyfi.

Lögð fram með afbrigðum umsókn Vegagerðarinnar dags. í febrúar 2023 um framkvæmdaleyfi fyrir áframhaldandi tvöföldun Suðurlandsvegar (Hringvegar 1) frá núverandi fjögurra akreina vegi í Lögbergsbrekku að Gunnarshólma, vegamótum við Geirland og Lækjarbotna ásamt hliðar- og tengivegum. Sótt er um leyfi fyrir hreinsun undirstöðu vega, gerð nauðsynlegra fyllinga og skeringa, lagningu styrktar- og burðarlaga ásamt slitlagi þannig að vegir uppfylli hönnunar- og öryggiskröfur sem til þeirra eru gerðar.

Á fundi skipulagsráðs þann 19. júní 2023 samþykkti skipulagsráð með fimm atkvæðum veitingu framkvæmdaleyfis með tilvísun í 13. og 14 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði afgreiðslu málsins til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að gera ekki athugasemd við veitingu framkvæmdaleyfis með tilvísun í greinargerð Kópavogsbæjar dags. 2. júní 2023.
Jane Appleton vék af fundi kl. 18:35

Fundi slitið - kl. 19:05.