Umhverfis- og samgöngunefnd

168. fundur 17. október 2023 kl. 16:30 - 18:50 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Bergur Þorri Benjamínsson formaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson, aðalmaður boðaði forföll og Kristín Hermannsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Guðjón Ingi Guðmundsson aðalmaður
  • Jane Victoria Appleton aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • Leó Snær Pétursson, aðalmaður boðaði forföll og Andrés Pétursson vara áheyrnarfulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
  • Karen Jónasdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Karen Jónasdóttir Verkefnastjóri umhverfismála
Dagskrá

Almenn erindi

1.23082942 - Útbreiðsla Bjarnarkló í Kópavogi

Fyrirspurn nefndarfulltrúa um útbreiðslu bjarnarkló í bæjarfélaginu. Friðrik Baldursson garðyrkjustjóri Kópavogs kynnir
Lagt fram og kynnt. Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar Friðriki góða kynningu og hvetur til kynningar tímanlega fyrir næsta sumar.

Gestir

  • Friðrik Baldursson garðyrkjustjóri - mæting: 16:30

Almenn erindi

2.23101080 - Hindranir vegna illa lagðra rafhlaupahjóla

Viðbrögð vegna rafhlaupahjóla sem lagt er óæskilega á bæjarlandi að lokinni notkun
Umhverfis og samgöngunefnd óskar umsagnar frá Umhverfissviði um nánari útfærslu.

Almenn erindi

3.23091535 - Ályktun á aðalfundi Skógræktarfélagsins. Skógarreitir og græn svæði innan byggðar

Lagt fram bréf Skógræktarfélags Íslands, dags. 13. september 2023, með ályktun af aðalfundi félagsins um skógarreiti og græn svæði innan byggðar. Var erindið lagt fram á fundi bæjarráðs þann 21. september 2023. Bæjarráð vísaði erindinu til skipulagsráðs sem á fundi sínum þann 2. okt. síðastliðinn lagði fram að erindinu yrði komið á framfæri við umhverfis- og samgöngunefnd
Umhverfis- og samgöngunefnd tekur undir hvatningu skipulagsráðs að hafa eigi í huga mikilvægi grænna svæða og varðveislu skógarreita í allri skipulagsvinnu Kópavogsbæjar, eins og Skógræktarfélagið bendir á.

Almenn erindi

4.23051119 - Hámarkshraðaáætlun Kópavogsbæjar

Kynning á hámarkshraðaáætlun fyrir Kópavog. Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar 19. sept. síðastliðinn
Kynningu og umræðum haldið áfram á næsta fundi.

Almenn erindi

5.23052119 - Framkvæmdir Veitna á Kársnesbraut

Fyrirspurn nefndarfulltrúa um framkvæmdir Veitna á Kársnesbraut.
Umhverfis- og samgöngunefnd lýsir yfir óánægju með seinagang á framkvæmd verksins. Nefndin styður Umhverfissvið til að halda áfram að fylgja málinu eftir af festu.

Almenn erindi

6.23091400 - Ráðstöfun fjármuna til gang- og hjólastíga

Fyrirspurn nefndarfulltrúa varðandi ráðstöfun fjármuna í stígaframkvæmdir
Frestað.
Bergur Þorri Benjamínsson mætir á fundinn 17:04.

Fundi slitið - kl. 18:50.