Umhverfis- og samgöngunefnd

172. fundur 19. mars 2024 kl. 16:30 - 18:15 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Bergur Þorri Benjamínsson formaður
  • Guðjón Ingi Guðmundsson varaformaður
  • Jane Victoria Appleton aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • Svava Halldóra Friðgeirsdóttir aðalmaður
  • Leó Snær Pétursson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Karen Jónasdóttir verkefnastjóri
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir skrifstofustjóri umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Karen Jónasdóttir verkefnastjóri umhverfismála.
Dagskrá

Almenn erindi

1.23082944 - Fyrirspurn nefndarfulltrúa. Reglur um ljósaskilti

Anna Kristín Guðmundsdóttir, lögmaður á lögfræðideild gerir grein fyrir erindinu.
Lagt fram og kynnt.

Bókun Indriða Inga Stefánssonar:
"Framkvæmd kosninga er á ábyrgð margra aðila, þar með talið sveitarfélaga. Hlutverk og ábyrgð kjörinna fulltrúa felst meðal annars að móta reglur og samþykktir bæjarins.
Sú reglugerð, sem vísað er til í minnisblaði, hefur ekki verið samþykkt og hefur því ekki tekið gildi formlega.
Við framkvæmd sveitarstjórnarkosninga árið 2022 neitaði kjörstjóri að bregðast við athugasemdum um að bregðast við auglýsingum á þeim grundvelli að geta ekki framfylgt kosningalögum, um það var bókað í gerðabók. Sú ábyrgð liggur því hjá þeim aðila sem veitir leyfið fyrir skiltinu.
Engin leið er að tryggja að kosningar séu alltaf í húsnæði á vegum sveitarfélags, á það sérstaklega við um utankjörfund.
Það verður að teljast lágmark að lög séu ekki brotinn með birtingu óleyfilegs efnis og með öllu ótækt að bærinn geti ekki brugðist við slíku. Það er ábyrgð kjörinna fulltrúa að tryggja að það sé hægt.
Tómlæti kjörstjórna og sveitarfélaga við að tryggja heilindi kosninga er óþolandi."
Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir, Leó Snær Pétursson, Jane Victoria Appleton taka undir bókunina


Bókun meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar:
"Meirihluti umhverfis og samgöngunefndar telur mikilvægt að umræða um ljósaskilti sé skoðuð nánar í ljósi þeirra umhverfis og samgönguáhrifa sem þau hafa. Hvað varðar reglur um auglýsingar á kjördegi er mikilvægt að farið sé að þeim reglum og lögum sem um kosningar gilda."

Bergur Þorri Benjamínsson
Guðjón Ingi Guðmundsson
Svava Halldóra Friðgeirsdóttir

Gestir

  • Anna Kristín Guðmundsdóttir - mæting: 16:30

Almenn erindi

2.2402718 - Umhverfisviðurkenningar 2024

Verklag fyrir umhverfisviðurkenningar 2024 lagt fyrir. Karen Jónasdóttir umhverfisfulltrúi á gatnadeild umhverfissviðs gerir grein fyrir erindinu.
Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar kynninguna.

Almenn erindi

3.24031809 - Skilagrein fyrir sorphirðu í Kópavogi 2023

Skilagrein Íslenska gámafélagsins lögð fram og kynnt. Karen Jónasdóttir umhverfisfulltrúi á gatnadeild umhverfissviðs gerir grein fyrir erindinu.
Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar kynninguna og fagnar þeim árangri sem hefur náðst í flokkun og aukinni endurvinnslu.

Almenn erindi

4.24012271 - Fyrirspurn nefndarfulltrúa. Ólöglega lögð ökutæki Dalbrekku.

Fyrirspurn frá formanni vegna ólöglega lagðra ökutækja í Dalbrekku.
Umhverfis og samgöngunefnd beinir því til bílastæðasjóðs Kópavogs að tryggja umferðaröryggi þar sem bílum er lagt ólöglega.

Almenn erindi

5.24021317 - Fyrirspurn nefndarfulltrúa. Umferðaröryggi við Kársnesbraut.

Fyrrispurn nefndarfulltrúa vegna umferðaröryggis og hámarkshraða við Kársnesbraut.
Umhverfis og samgöngunefnd beinir þeirri fyrirspurn til Gatnadeildar að skoða möguleika til hraðalækkunar á meðan endanlegt skipulag er í vinnslu. Jafnframt er hvatt til þess að ný hraðamæling verði gerð á svæðinu.

Almenn erindi

6.2403345 - Fyrirspurn nefndarfulltrúa. Umferðaröryggi í Baugakór.

Fyrirspurn frá formanni varðandi umferðaröryggi við gangbrautir í Baugakór.
Umhverfis og samgöngunefnd hvetur til þess að skoðaðir verði mögulegar aðgerðir til að bæta umferðaröryggi í Baugakór.

Almenn erindi

7.24032111 - Fyrirspurn nefndarfulltrúa um umgengni á grenndarstöðvum.

Fyrirspurn frá formanni varðandi umgengni grenndarstöðva.
Umhverfis og samgöngunefnd ítrekar mikilvægi þess að uppbygging grenndarstöðva verði kláruð og eftirlit með losun þeirra verði viðunandi og eftir reglum.

Fundi slitið - kl. 18:15.