Umhverfisráð

478. fundur 06. júlí 2009 kl. 19:15 - 18:30 Fannborg 6, 2.hæð
Fundargerð ritaði: Hólmfríður Þorsteinsdóttir Umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.904149 - Umhverfisviðurkenningar 2009

Á fundi umhverfisráðs 4. maí 2009 lagði Skipulags- og umhverfissvið til við umhverfisráð að sviðinu verði falið að annast undirbúning vegna veitingu umhverfisviðurkenninga ársins. Lögð voru fram drög að tilkynningu þar sem íbúum var gefinn kostur á að senda inn tilnefningar vegna umhverfisviðurkenninga. Einnig var tekin ákvörðun um hvenær afhending viðurkenninga mun fara fram.Umhverfisráð samþykkti að fela skipulags- og umhverfissviði að leita tilboða á hönnun og gerð á viðurkenningaskjölum og merkjum. Viðurkenningarnar fara fram seinni hluta ágústmánaðar.Tilboð í gerð umhverfisviðurkenninga og fróðleiksskiltis lagt fram ásamt tilnefningum til umhverfisverðlauna.Á fundi umhverfisráðs 8. júní 2009 var þetta bókað: Á fundi umhverfisráðs dags. 4. maí 2009 var ákveðið að leita tilboða í hönnun og gerð viðurkenningaskjala og fróðleiksskilta ráðsins fyrir árið 2009. Haft var samband við sex auglýsingastofur en tilboð bárust frá fimm auglýsingastofum. Við yfirferð tilboða á fundi ráðsins voru tvö þeirra dæmd ógild þar sem hugmyndir að útliti og gerð viðurkenningaskjala fylgdu ekki verðtilboðum. Eftirfarandi gild tilboð í viðurkenningaskjöl eru frá:1. Fíton 1- 391.460 kr.2. Fíton 2- 269.450 kr.3. Frjálsri miðlun - 211.650 kr.4. Næst - 319.965 kr.Öll ofangreind verð eru með VSK. Umhverfisráð leggur til við bæjarráð að tekið verði tilboði lægstbjóðanda í hönnun og gerð viðurkenningaskjala fyrir árið 2009.Farið var í skoðunarferð og þeir staðir skoðaðir sem voru tilnefndir til umhverfisverðlauna. Á fundi bæjarráðs 19. júní 2009 var tillaga umhverfisráðs samþykkt. Á fundi umhverfisráðs 6. júlí 2009 er erindið lagt fram að nýju.

Lagðar fram tilnefningar að viðurkenningum árið 2009. Samþykkt. Umhverfisráð samþykkir að verðlaunaafhendingin mun fara fram 20. ágúst kl 16:00. Ennfremur er lögð fram tillaga umhverfisráðs að götu ársins 2009. 

2.904168 - Fróðleiksskilti 2009

Á fundi umhverfisráðs 4. maí 2009 kynnti garðyrkjustjóri tillögur um staðsetningu næstu fróðleiksskilta í Kópavogsbæ.Umhverfisráð samþykkti að fela Skipulags- og umhverfissviði að leita tilboða við hönnun og gerð fróðleiksskilta. Ákveðið var að setja upp stórt skilti við Elliðavatn.Tilboð í verkefnið lögð fram.Á fundi umhverfisráðs 6. júlí 2009 var þetta bókað: Á fundi umhverfisráðs dags. 4. maí 2009 var ákveðið að leita tilboða í hönnun og gerð viðurkenningaskjala og fróðleiksskilta ráðsins fyrir árið 2009. Haft var samband við sex auglýsingastofur en tilboð bárust frá fimm auglýsingastofum. Við yfirferð tilboða á fundi ráðsins voru 3 þeirra dæmd ógild þar sem hugmyndir að útliti og gerð viðurkenningaskjala fylgdu ekki verðtilboðum. Í hönnun og gerð fróðleiksskilta bárust eftirfarandi gild tilboð:1. Fiton A-útgáfa - 183.326 kr.2. Fiton B-útgáfa - 320.276 kr.3. Næst - 199.200 kr.Öll ofangreind verð eru með VSK. Umhverfisráð leggur til við bæjarráð að tekið verði tilboði lægstbjóðanda í hönnun og gerð fróðleiksskilta fyrir árið 2009. Á fundi bæjarráðs 11. júní 2009 var tillaga umhverfisráðs samþykkt. Á fundi umhverfisráðs 6. júlí 2009 er málið lagt fram á ný ásamt tillögu að texta á fróðleiksskiltið.

Skiltið sem sett verður upp í ár mun aðallega fjalla um sögu og menningu svæðisins. Umhverfisráð lagði til að sumarið 2010 verði sett annað fróðleiksskilti við Elliðavatn sem lýsir vistkerfi vatnsins (lífríki og umhverfi).

3.801287 - Grjótnám í Lækjarbotnum

Á fundi skipulagsnefndar 1. apríl 2008 er lagt fram erindi S. Helgason dags. 22. janúar 2008. Í erindinu felst að óskað er eftir endurnýjun samnings um leyfi til námuvinnslu á svæðinu. Skipulagsefnd samþykkti að vísa erindinu til umfjöllunar í umhverfisráði.Á fundi umhverfisráðs 7. apríl 2008 var óskað eftir heildstæðum gögnum yfir umfang verkefnisins með lýsingu á fyrri samningum um námuvinnsluna, núverandi stöðu í námunni og fyrirhugaðri viðbótarvinnslu, ásamt áætlun um frágang námu ef leyfi verður veitt til frekari vinnslu.Á fundi umhverfisráðs 20. október 2008 var skipulags- og umhverfissviði falið að boða til fundar með stjórnendum S Helgasonar. Fundur var haldinn með stjórnenda S Helgasonar þann 17. desember 2008. Á fundinum var ákveðið að ganga frá drögum að samningi og framkvæmdaráætlun að frágangi námunnar. Á fundi umhverfisráðs 26. janúar voru lögð fram drög að samningi og framkvæmdaráætlun um vinnslu og frágang á námu í Lækjarbotnum dags. 22. janúar 2009. Umhverfisráð óskar eftir að tekið verði saman minnisblað um áður gerða samninga og ferli málsins. Einnig að fá mat á lagalegri stöðu eldri samnings um námuvinnslu á svæðinu.Á fundi umhverfisráðs 23. febrúar 2009 var umsögn frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs lögð fram um lagalega stöðu áður gerðra samninga. Tekið hefur verið saman ferli málsins og ný drög af samningi kynnt. Umhverfisráð samþykkir stækkun á námusvæði samkv. uppdrætti og samningi skipulags- og umhverfissviðs 20. febrúar 2009 og vísar málinu til bæjarráðs. Vakin er athygli á að enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um vinnslugjald. Umhverfisráð leggur til að málinu verði vísað til framkvæmda- og tæknisviðs varðandi tillögu þar að lútandi. Á fundi bæjarráðs 16. apríl 2009 var tillaga umhverfisráðs samþykkt.Á fundi umhverfisráðs 6. júlí 2009 var erindið lagt fram að nýju ásamt samningi á milli Kópavogsbæjar og SH Helgasonar sem nú inniheldur vinnslugjald

Samningsdrög samþykkt og námugjald og vísað til bæjarráðs.

4.801228 - Ólafsvíkuryfirlýsingin. Staðardagskrá 21.

Á fundi bæjarráðs 24. janúar 2008 var lagt fram erindi frá Landsskrifstofu Staðardagskrár 21 á Íslandi dags. 18. janúar 2008. Erindið varðar Ólafsvíkuryfirlýsinguna, sem varð til á 3. landsráðstefnunni um Staðardagskrá 21, í Ólafsvík 12.-13. október 2000. Hvatt var til að yfirlýsingin verði tekin til formlegrar umræðu og afgreiðslu hafi það ekki þegar verið gert. Bæjarráð frestaði afgreiðslu erindisins.

Á fundi umhverfisráðs 6. júlí 2009 óskar umhverfisráð þess að bæjarráð taki málið upp að nýju og samþykki að skrifa undir Ólafsvíkuryfirlýsinguna.

5.907026 - Friðlýsing í Skerjafirði

Borist hafa upplýsingar um að Umhverfisstofnun og Bæjarstjórn Garðabæjar hafi auglýst tillögu að friðlýsingu Skerjafjarðar innan bæjarmarka Garðabæjar. Óskar umhverfisráð Kópavogs eftir upplýsingum frá Garðabæ vegna málsins.

Umhverfisráð óskar eftir því að tekin verði saman umsögn um framlagða tillögu. Umhverfisráð vekur athygli bæjarráðs á því hvort hér sé ekki um tillögu að ræða sem þarfnast umræðu á vettvangi SSH?

6.907021 - Garðaganga um trjásafnið í Meltungu

Vakin er athygli á garðagöngu um trjásafnið í Meltungu þann 22. júlí 2009. Gangan er á vegum Garðyrkjufélags Íslands og leiðsögumenn verða Garðyrkjustjóri Kópavogs og Guðmundur Vernharðsson, garðyrkjufræðingur. Gangan hefst við Gróðrastöðina Mörk kl 20:00.

Lagt fram.

7.907022 - Hjóladagur-samgönguvika

Lagt fram erindi Skipulags- og umhverfissviðs að unnið verði í samstarfi við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu að hjóladegi og samgönguviku sem í ár verður vikuna 16- 22. september. Lagt er til að hjóladagur verði með svipuðu sniði og áður og hjólreiðamönnum boðið uppá hressingu við Gerðasafn.

Lagt fram.

8.904002 - Fundargerðir stjórnar Reykjanesfólkvangs 2009

Fundargerðir Reykjanesfólkvangs 29. janúar, 26. febrúar, 31. mars, 28. maí og 11. júní 2009 lagðar fram.

 

9.907037 - Göngustígur við Lindir IV

Umhverfisráð leggur til við bæjarráð að ráðin verði bót á göngustígatengingum á milli undirganga við Lindir IV við Lindahverfi fyrir ofan.

10.810398 - Ráðstefna um vistvæn innkaup í mars 2009

Á fundi umhverfisráðs 26. janúar 2009 voru lagðar fram upplýsingar um ráðstefnu á vegum Reykjavíkurborgar og ICLEI (alþjóðleg samtök sveitarstjórna um sjálfbærni). Ráðstefnan var haldin 25.-27. mars n.k. og fjallaði m.a. um nýjar leiðir við framleiðslu á vörum og þjónustu sem geta leitt til minni losunar á gróðurhúsalofttegundum. Umhverfisráð samþykkti að fulltrúi sviðsins sækti ráðstefnuna. Fulltrúi umhverfisráðs heldur kynningu um ráðstefnuna.Frestað.Á fundi umhverfisráðs 6.júlí er málið lagt fram á ný.

Umhverfisráð þakkar góða kynningu.

Fundi slitið - kl. 18:30.