Velferðarráð

80. fundur 08. mars 2021 kl. 16:15 - 18:19 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Karen E. Halldórsdóttir formaður
  • Halla Kari Hjaltested aðalmaður
  • Baldur Þór Baldvinsson aðalmaður
  • Björg Baldursdóttir aðalmaður
  • Donata Honkowicz Bukowska aðalmaður
  • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir aðalmaður
  • Andrés Pétursson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Anna Klara Georgsdóttir yfirmaður þjónustudeildar aldraðra
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir deildarstjóri þjónustu- og ráðgjafardeildar aldraðra
Dagskrá

Almenn erindi

1.2011123 - Reglur Kópavogsbæjar um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra

Drög að reglum um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra lögð fram til afgreiðslu. Með fylgir greinargerð verkefnastjóra dags. 4.3.21. ásamt þar til greindum fylgiskjölum.
Velferðarráð samþykkti framlagðar reglur fyrir sitt leyti.

Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði vegna þjónustunnar í fjárhagsáætlun en velferðarráð vekur athygli á að gera þarf ráð fyrir nýjum kostnaðarliðum við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2022 til samræmis við reglurnar, enda verði þá búið að meta þörf fyrir þjónustuna að miklu leyti.

Gestir

  • Jóhanna Lilja Ólafsdóttir, verkefnastjóri snemmtæks stuðnings - mæting: 16:15

Almenn erindi

2.2103223 - Þjónustukönnun. Heimsendur matur.

Niðurstöður þjónustukönnunar lagðar fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Gestir

  • Sigríður Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri - mæting: 16:39

Ráðgjafa og íbúðadeild

3.2101134 - Teymisfundir 2021

Fundargerðir 6.- 9. fundar lagðar fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Gestir

  • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 17:00

Ráðgjafa og íbúðadeild

4.2103227 - Áfrýjun. Fjárhagsaðstoð.

Áfrýjun dags. 4.3.2021 ásamt þar tilgreindum fylgiskjölum lögð fram til afgreiðslu.
Fært í trúnaðarbók.

Gestir

  • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 17:00

Ráðgjafa og íbúðadeild

5.2103202 - Úrræði og þjónusta v. fíknivanda

Samantekt deildarstjóra dags. 4.3.2021 lögð fram til upplýsingar.
Lagt fram.
Velferðarráð þakkar greinargóðar upplýsingar.

Gestir

  • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 17:00

Ráðgjafa og íbúðadeild

6.2009308 - Úthlutunarhópur félagslegs leiguhúsnæðis

Fundargerðir 176. og 177. fundar lagðar fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Gestir

  • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 17:00

Þjónustudeild fatlaðra

7.2103157 - Umsagnarmál. Stuðningsfjölskylda

Umsókn ódagsett, ásamt þar til greindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkti að veita leyfi til að starfa sem stuðningsfjölskylda. Fært í trúnaðarbók.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 17:18

Þjónustudeild fatlaðra

8.1901727 - Áfrýjun. Notendastýrð persónuleg aðstoð

Frestað á fundi velferðarráðs þann 8.2.2021 og óskað eftir umsögn lögfræðideildar. Áfrýjun dags. 29.1.2021, ásamt þar til greindum fylgiskjölum og umsögn lögfræðideildar dags. 4.3.2021 lögð fram til afgreiðslu.
Fært í trúnaðarbók.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 17:18

Þjónustudeild fatlaðra

9.1901639 - Endurskoðun á reglum um NPA

Greinargerð dags. 4.3.2021, ásamt þar til greindum fylgiskjölum lögð fram til afgreiðslu.
Vísað til umsagnar notendaráðs í málefnum fatlaðs fólks.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 17:18

Þjónustudeild fatlaðra

10.2011127 - Fyrirspurn um fjölda einstaklinga á biðlista eftir skammtímadvöl

Svar við bókun velferðarráðs frá fundi 9. nóvember 2020.
Ljóst er að mikil og uppsöfnuð þörf er fyrir skammtímadvalir fyrir börn með fatlanir. Velferðarráð felur sviðsstjóra að gera tillögu að slíku úrræði, þ.m.t. ítarlegu kostnaðarmati. Einnig verði vilji nágrannasveitarfélaga til áframhaldandi samstarfs um slíkt úrræði kannaður.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 17:18

Önnur mál

11.2102673 - Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2021

Lagt fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkti að styrkja Kvennaathvarfið um 1.000.000 krónur fyrir árið 2021.

Önnur mál

12.2103218 - Tillaga Donötu H. Bukowska og Kristínar Sævarsdóttur varðandi aðgengilegri heimasíðu bæjarins

Eftirfarandi tillaga Donötu H. Bukowska og Kristínar Sævarsdóttur ásamt greinargerð dags. 3.3.2021 lögð fram til afgreiðslu.

"Undirritaðar leggja til að heimasíða Kópavogsbæjar verði gerð aðgengilegri fyrir Kópavogsbúa af erlendum uppruna og fólki með slakt stofnanalæsi með það að markmiði að gera þeim hópi fólks auðveldara að vera virkt í íslensku samfélagi og forðast félagslega einangrun. Á vefsíðunni skal, með einföldum hætti, vera hægt að nálgast upplýsingar um þá þjónustu sem sveitarfélagið veitir, sækja umsóknareyðublöð og senda inn fyrirspurnir. Auk þess skal vera hægt að nálgast á síðunni nýjustu fréttir úr daglegu lífi Kópavogsbæjar og réttar upplýsingar á óvissutímum eins og t.d. Covid faraldur og jarðhræringar. Þessi hluti vefsíðunnar skal vera á auðlesnu íslensku máli en auk þess á a.m.k. ensku og pólsku.
Donata H. Bukowska
Kristín Sævarsdóttir"
Lagt fram.

Tillagan var lögð undir atkvæðagreiðslu.

Velferðarráð samþykkti tillöguna með atkvæðum Kristínar Sævarsdóttur, Donötu H. Bukowska og Andrésar Péturssonar.

Karen E. Halldórsdóttir, Björg Baldursdóttir, Halla K. Hjaltested og Baldur Þór Baldvinsson sátu hjá.

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi bókaði eftirfarandi:
"Ég styð tillöguna."

Fundi slitið - kl. 18:19.