Velferðarráð

124. fundur 09. október 2023 kl. 16:15 - 18:16 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Björg Baldursdóttir formaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Erlendur H. Geirdal áheyrnarfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Hólmfríður Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Matthías Björnsson aðalmaður
  • Páll Marís Pálsson aðalfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigrún Þórarinsdóttir Sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

Almenn erindi

1.2310566 - Kynning frá skrifstofu starfsstöðva og þróunar

Skrifstofustjóri kynnir starfsemi skrifstofunnar.
Velferðarráð þakkar fyrir góða kynningu.

Gestir

  • Jón Rögnvaldsson, skrifstofustjóri - mæting: 16:15

Almenn erindi

2.22067459 - Kynning á starfsemi velferðarsviðs

Sviðsstjóri kynnir starfið á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs.

Almenn erindi

3.23082902 - Styrkbeiðni Bjarkarhlíð fyrir árið 2023

Frá Bjarkarhlíð, dags. 29.08.2023, lögð fram umsókn um styrk.
Velferðarráð samþykkir að veita Bjarkarhlíð styrk að upphæð kr. 500.000.- fyrir árið 2023 gegn framvísun ársreiknings.

Almenn erindi

4.23012355 - Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2023

Frá Kvennaathvarfi, dags. 24.01.2023, lögð fram umsókn um styrk.
Velferðarráð samþykkir að veita Kvennaathvarfinu styrk að upphæð kr. 1.000.000.- fyrir árið 2023 gegn framvísun ársreiknings.

Almenn erindi

5.23092227 - Styrkbeiðni um fjárframlag til Kvennaráðgjafarinnar fyrir rekstrarárið 2024

Frá Kvennaráðgjöfinni, dags. 21.09.2023, lögð fram umsókn um styrk.
Velferðarráð samþykkir að veita Kvennaráðgjöfinni styrk að upphæð kr. 300.000.- fyrir árið 2024 gegn framvísun ársreiknings.

Almenn erindi

6.2309474 - Beiðni um styrk fyrir rekstur Stígamóta 2024

Frá Stígamótum, dags. 30.08.2023, lögð fram umsókn um styrk.
Velferðarráð samþykkir að veita Stígamótum styrk að upphæð kr. 1.000.000.- fyrir árið 2024 gegn framvísun ársreiknings.

Almenn erindi

7.2310567 - Fyrirspurn um samræmda móttöku flóttafólks frá áheyrnarfulltrúa Samfylkingar í velferðarráði

Erlendur Geirdal, áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar leggur fram fyrirspurn varðandi samræmda móttöku flóttamanna:



1. Hve mörgum flóttamönnum hefur Kópavogsbær tekið á móti á grundvelli samningsins sem undirritaður var þann 22. júní s.l.?

2. Hve mörg börn eru þar á meðal og hefur þeim sem eru á skólaaldri verið veitt skólavist?

3. Hve margir flóttamannanna eru í vinnu?
Velferðarráð samþykkir að vísa fyrirspurn til sviðsstjóra velferðarsviðs til úrvinnslu.

Almenn erindi

8.23052155 - Stefnumiðuð fjárhagsáætlunargerð

Í samræmi við III. kafla erindisbréfs eru lögð fram drög að aðgerðaáætlun til kynningar og samráðs.
Velferðarráð frestar afgreiðslu á drögum að aðgerðaáætlun og felur sviðsstjóra að bregðast við framkomnum ábendingum. Drög að aðgerðaáætlun verða lögð fyrir að nýju á næsta fundi ráðsins.

Fundi slitið - kl. 18:16.