Velferðarráð

127. fundur 27. nóvember 2023 kl. 16:15 - 17:57 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Björg Baldursdóttir formaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Erlendur H. Geirdal áheyrnarfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Hólmfríður Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Matthías Björnsson aðalmaður
  • Páll Marís Pálsson aðalfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigrún Þórarinsdóttir Sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

Skrifstofa Þjónustu og sértæktrar ráðgjafar

1.2204193 - Reglur Kópavogsbæjar um stuðnings- og stoðþjónustu

Drög að nýjum reglum Kópavogsbæjar um stuðnings- og stoðþjónustu lögð fram til kynningar og umræðu ásamt minnisblaði verkefnastjóra dags. 22.11.2023 og tilgreindum fylgiskjölum.
Velferðarráð vísar drögum að nýjum reglum um stuðnings- og stoðþjónustu til kynningar og umræðu í öldungaráði og notendaráði í málefnum fatlaðs fólks.

Gestir

  • Kristín Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri - mæting: 16:15
  • Auður Birgisdóttir, lögfræðingur - mæting: 16:15

Skrifstofa Þjónustu og sértæktrar ráðgjafar

2.23111425 - Kynning á skrifstofu þjónustu og sértækrar ráðgjafar

Skrifstofustjóri kynnir starfsemi skrifstofunnar.
Velferðarráð þakkar fyrir góða kynningu.

Gestir

  • Kristín Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri - mæting: 16:15

Almenn erindi

3.22067459 - Kynning á starfsemi velferðarsviðs

Sviðsstjóri kynnir starfið á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs.
Lagt fram.

Skrifstofa Félagslegs húsnæðis

4.23111597 - Lengri opnun á kaffistofu Samhjálpar

Lögð fram tillaga velferðarsviðs dags. 23.11.2023, um þátttöku í lengri opnun kaffistofu Samhjálpar, ásamt tilgreindu fylgiskjali.
Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti þátttöku Kópavogsbæjar í lengri opnun á kaffistofu Samhjálpar og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Skrifstofa Félagslegs húsnæðis

5.23111596 - Þjónustusamningur um rekstur áfangaheimilis

Lögð fram til kynningar drög að endurnýjuðum þjónustusamningi við Samhjálp um rekstur áfangaheimilis.
Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti endurnýjun samnings um rekstur áfangaheimilis við Samhjálp og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Skrifstofa Starfsstöðva og þróunar

6.23111423 - Tillaga starfshóps um helgaropnun

Lögð fram til kynningar og umræðu tillaga starfshóps um helgaropnun félagsmiðstöðva aldraðra í Kópavogi dags. 21.11.2023 ásamt umsögn velferðarsviðs um tillöguna dags. 22.11.2023.
Velferðarráð vísar málinu til sviðsstjóra velferðarsviðs til frekari skoðunar.

Fundi slitið - kl. 17:57.