Velferðarráð

129. fundur 22. janúar 2024 kl. 16:15 - 17:45 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Björg Baldursdóttir formaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Hólmfríður Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Matthías Björnsson aðalmaður
  • Páll Marís Pálsson aðalfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Erlendur H. Geirdal áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigrún Þórarinsdóttir Sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnastjóri velferðarsviðs
Dagskrá
Erlendur H. Geirdal, mætti á fundinn kl. 16:45.

Almenn erindi

1.2002676 - Stefnumótun - nefndir ráð

Stefnustjóri kynnir tímalínu vegna aðgerðaáætlunar og ferli við endurmat málefnastefna. Sviðsstjóri og verkefnastjóri velferðarsviðs kynna framgang aðgerða í aðgerðaáætlun velferðarsviðs vegna ársins 2023.
Lagt fram.

Gestir

  • Auður Finnbogadóttir, stefnustjóri - mæting: 16:15

Skrifstofa Ráðgjafar

2.2401489 - Reglur um fjárhagsaðstoð

Lagðar fram til afgreiðslu breytingar á reglum Kópavogsbæjar um fjárhagsaðstoð ásamt minnisblaði skrifstofustjóra dags. 10.1.2024.
Velferðarráð samþykkir framlagðar tillögur að breytingum á reglum um fjárhagsaðstoð og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarráði og bæjarstjórn.

Gestir

  • Þóra Kemp, skrifstofustjóri - mæting: 16:55
  • Auður Birgisdóttir, lögfræðingur - mæting: 16:55

Skrifstofa Þjónustu og sértæktrar ráðgjafar

3.2204193 - Reglur Kópavogsbæjar um stuðnings- og stoðþjónustu

Lögð fram til afgreiðslu drög að nýjum reglum Kópavogsbæjar um stuðnings- og stoðþjónustu ásamt minnisblaði verkefnastjóra dags. 17.1.2024 og tilgreindum fylgiskjölum.
Velferðarráð samþykkir drög að reglum um stuðnings- og stoðþjónustu og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarráði og bæjarstjórn.

Gestir

  • Auður Birgisdóttir, lögfræðingur - mæting: 16:55

Almenn erindi

4.22067459 - Kynning á starfsemi velferðarsviðs

Sviðsstjóri kynnir starfið á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs.

Skrifstofa Félagslegs húsnæðis

5.2401816 - Félagsleg leiguíbúð. Áfrýjun

Áfrýjun dags. 12.1.2024, ásamt þar tilgreindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu.
Fært í trúnaðarbók.

Gestir

  • Rannveig Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri - mæting: 17:18

Almenn erindi

6.24011575 - Tillaga formanns velferðarráðs um að fjallað verði um fyrirkomulag þjónustu vegna ofbeldis

Björg Baldursdóttir formaður velferðarráðs leggur fram tillögu um að velferðarráð fjalli um fyrirkomulag þjónustu vegna ofbeldis á fundi ráðsins. Fyrir liggur skýrsla frá mars 2023 sem unnin var af starfshópi á vegum félags- og vinnumarkaðsráðherra. Von er á annarri skýrslu um sama efni á næstu vikum.
Velferðarráð vísar málinu til sviðsstjóra velferðarsviðs til úrvinnslu.

Barnavernd

7.24011164 - Framkvæmdaáætlun í barnavernd 2023 til 2027 - börn í öndvegi í allri nálgun

Lögð fram til kynningar ný framkvæmdaráætlun í barnavernd sem samþykkt var á Alþingi 11.12.2024 ásamt minnisblaði verkefnastjória dags. 19.1.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

8.2312007F - Notendaráð í málefnum fatlaðs fólks - 14. fundur frá 13.12.2023

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.2401005F - Öldungaráð - 24. fundur frá 17.01.2024

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:45.