Velferðarráð

131. fundur 25. mars 2024 kl. 16:15 - 18:48 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Björg Baldursdóttir formaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Erlendur H. Geirdal áheyrnarfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson, aðalmaður boðaði forföll og Sigrún Bjarnadóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Hólmfríður Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Matthías Björnsson aðalmaður
  • Páll Marís Pálsson aðalfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigrún Þórarinsdóttir Sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
Sameiginlegur fundur velferðarráðs og öldungaráðs hófst kl. 16:15 og voru fundarliðir 1 og 2 til umfjöllunar á þessum sameiginlega fundi. Venjubundinn fundur velferðarráðs hófst síðan að því loknu.

Almenn erindi

1.24033048 - Kynning á virkni og vellíðan í Kópavogi

Kynning á verkefninu virkni og vellíðan í Kópavogi.
Velferðarráð þakkar fyrir góða kynningu.

Gestir

  • Fríða Karen Gunnarsdóttir frá Virkni og vellíðan - mæting: 16:15
  • Eva Katrín Friðgeirsdóttir frá Virkni og vellíðan - mæting: 16:15
Sigrún Bjarnadóttir tók sæti á fundinum kl. 16:50 frá og með lið nr. 2 á dagskrá.

Almenn erindi

2.2401636 - Opnun félagsmiðstöðva aldraðra

Skrifstofustjóri á skrifstofu starfsstöðva og þróunar kynnir stöðu mála hvað varðar aukna opnun í félagsmiðstöðvum eldra fólks í Kópavogi.
Velferðarráð þakkar fyrir góða kynningu og hvetur til áframhaldandi vinnu við aukna opnun í félagsmiðstöðvum eldra fólks.

Skrifstofa Þjónustu og sértæktrar ráðgjafar

3.2403081 - Frumkvæðisathugun á reglum sveitarfélaga um stoð- og stuðningsþjónustu

Lögð fram til kynningar svör velferðarsviðs Kópavogs dags. 06.03.2024 við frumkvæðisathugun Gæða- og eftirlitsstofnunar á reglum sveitarfélaga um stoð- og stuðningsþjónustu.
Lagt fram.

Gestir

  • Kristín Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri - mæting: 17:18

Skrifstofa Ráðgjafar

4.24021501 - Fjárhagsaðstoð. Áfrýjun

Áfrýjun dags. 19.02.2024, ásamt tilgreindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu
Fært í trúnaðarbók.

Gestir

  • Þóra Kemp, skrifstofustjóri - mæting: 17:31

Skrifstofa Ráðgjafar

5.23032023 - Samræmd móttaka flóttafólks

Lagt fram til kynningar minnisblað skrifstofustjóra dags. 15.03.2024
Lagt fram.

Gestir

  • Þóra Kemp, skrifstofustjóri - mæting: 17:31

Skrifstofa Barnaverndarþjónustu

6.24031371 - Nýjar reglur um veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannsaðstoðar

Lögð fram til afgreiðslu drög að nýjum reglum um veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannsaðstoðar.
Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti nýjar reglur um veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannskostnaðar og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarráði og bæjarstjórn.

Gestir

  • Auður Birgisdóttir, lögfræðingur - mæting: 17:49

Almenn erindi

7.24021489 - Styrkbeiðni Bjarkarhlíðar fyrir árið 2024

Lögð fram til afgreiðslu beiðni um rekstrarstyrk vegna ársins 2024 frá Bjarkarhlíð.
Velferðarráð samþykkir að veita Bjarkarhlíð rekstrarstyrk að upphæð kr. 750.000kr.- fyrir árið 2024 gegn framvísun ársreiknings.

Almenn erindi

8.24033050 - Könnun á kostnaði sveitarfélaga vegna samþættingar þjónustu í þágu farsældar barna 2023

Lögð fram til kynningar svör Kópavogsbæjar við könnun á kostnaði vegna samþættingar þjónustu í þágu farsældar barna á árinu 2023 ásamt minnisblaði verkefnastjóra dags. 21.03.2024.
Lagt fram.

Almenn erindi

9.22067459 - Kynning á starfsemi velferðarsviðs

Sviðsstjóri kynnir starfið á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs.

Almenn erindi

10.24033049 - Fyrirspurn um áhrif breytinga á skipulagi leikskóla Kópavogs á skjólstæðinga velferðarsviðs frá áheyrnarfulltrúa Samfylkingar í velferðarráði

Erlendur Geirdal, áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar leggur fram fyrirspurn varðandi áhrif breytinga á skipulagi leikskóla Kópavogs frá 1. september 2023, á skjólstæðinga velferðarsviðs:



1. Hefur umsóknum um fjárhagsaðstoð fjölgað?

2. Merkja ráðgjafar að sérstaklega sé óskað eftir fjárhagsaðstoð vegna hækkunar leikskólagjalda?

3. Hefur umsóknum um stuðning við börn og fjölskyldur fjölgað?

4. Merkja ráðgjafar aukið álag hjá skjólstæðingum sem rekja má til breytinganna, þ.e. styttri vistunartíma eða hærri gjalda?
Velferðarráð vísar málinu til úrvinnslu sviðsstjóra velferðarsviðs.

Almenn erindi

11.24033186 - Formaður velferðarráðs Björg Baldursdóttir óskar eftir að tölulegar upplýsingar um starfsemi velferðarsviðs verði lagðar fyrir næsta fund ráðsins

Formaður velferðarráðs Björg Baldursdóttir óskar eftir að tölulegar upplýsingar um starfsemi velferðarsviðs verði lagðar fyrir næsta fund ráðsins sem er á dagskrá í apríl.
Velferðarráð vísar málinu til úrvinnslu sviðsstjóra velferðarsviðs.

Fundi slitið - kl. 18:48.