Fossahvarf 7

Grenndarkynning.

Á fundi skipulagsráðs Kópavogs 4. mars 2024 var lögð fram umsókn lóðarhafa lóðarinnar nr. 7 við Fossahvarf dags. 29. febrúar 2024 um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að skipulagsskilmálum verði breytt en engar breytingar eru gerðar á uppdrætti. Þann 25. júní 2009 samþykkti bæjarstjórn breytingu á deiliskipulagi. Samkvæmt þeirri breytingu var leyfilegt að byggja sólskála á þaksvalir raðhúsa á lóðum við Fossahvarf 1-11.

Breytingin tekur aðeins til lóða nr. 7, 9 og 11. Heimilt er að byggja viðbyggingu í stað sólskála. Skilmálar haldast óbreyttir að öðru leiti þar sem stærð hverrar viðbyggingar er allt að 28 m² og hámarks byggingarmagn fyrir hverja lóð skal ekki fara yfir 350 m².

Uppdrættir í mkv. 1:2000 og 1:250 dags. 29. febrúar 2024.

Bókun skipulagsráðs:
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð umsókn um breytt deiliskipulag verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 1-16 við Fossahvarf.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Athugasemdum og ábendingum við ofangreinda tillögu skal skila í gegnum skipulagsgátt www.skipulagsgatt.is, málsnr. 314/2024, eigi síðar en 29. apríl 2024. Ef óskað er eftir frekari upplýsingum um tillöguna er hægt að hafa samband við starfsfólk skipulagsdeildar með því að senda tölvupóst á skipulag@kopavogur.is

Vakin er athygli á að athugasemdir teljast til opinberra ganga í allri skipulagsmeðferð. Skipulagsfulltrúi Kópavogsbæjar notar upplýsingar sem eru settar fram vegna athugasemda við skipulag til úrvinnslu og auðkenningar. Kópavogsbær er afhendingaskyldur aðili samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 og afhendir gögn til varðveislu til Þjóðskjalasafns Íslands.

Fossahvarf 7
Tímabil
25. mars - 29. apríl 2024