Vatnsendahvarf. Breyting á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040.

Auglýsing um afgreiðslu bæjarstjórnar Kópavogsbæjar á  tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040.

Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti bæjarstjórn Kópavogsbæjar þann 14. nóvember 2023 tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040.

Breyting á aðalskipulagi er gerð í tengslum við vinnu deiliskipulags fyrir svæðið í samræmi við ábendingar og umsagnir sem bárust frá íbúum á forkynningartíma. Í breytingunni felst að afmörkun landnotkunarreita fyrir íbúðarsvæði (ÍB-6), opin svæði og samfélagsþjónustu er breytt, fellt er út svæði fyrir verslun og þjónustu í útjaðri íbúðarsvæðisins og sú þjónusta sem þar var fyrirhuguð færð miðsvæðis inn í hverfið nálægt skóla og leikskóla, auk þess sem staðsetning minjasvæðis er leiðrétt. Skilgreiningin „tengibraut“ á Kambavegi að og frá hverfinu (ÍB-6) er felld niður.