Öldungaráð

23. fundur 16. nóvember 2023 kl. 12:00 - 13:30 Boðinn, Boðaþingi 9
Fundinn sátu:
  • Jón Atli Kristjánsson formaður
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Baldur Þór Baldvinsson aðalmaður
  • Stefanía Björnsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Kristín Þyri Þorsteinsdóttir starfsmaður nefndar
  • Jón Kristján Rögnvaldsson starfsmaður nefndar
  • Sigrún Þórarinsdóttir Sviðsstjóri velferðarsviðs
Fundargerð ritaði: Kristín Þyri Þorsteinsdóttir Skrifstofustjóri þjónustu og sértækrar ráðgjafar
Dagskrá

Almenn mál

1.23031844 - Kynning á skipulagi velferðarsviðs

Sviðsstjóri fer yfir breytt skipulag velferðarsviðs og nýir stjórnendur sem stýra þjónustu til eldra fólks kynna sig.



Lagt fram til kynningar.

Almenn mál

2.2311268 - Formaður kynnir stöðu mála

Formaður kynnir stöðu áherslumála öldungaráðs.

Lagt fram til kynningar.

Almenn mál

3.2311270 - Erindisbréf og áherslur öldungaráðs

Farið yfir erindisbréf öldungaráðs og áherslumál.

Öldungaráð hvetur til endurskoðunar erindisbréfs öldungaráðs.
Sérstaklega er bent á 2. gr. erindisbréfsins um skipun ráðsins. Þar er óskað eftir að tekið sé fram að bæjarstjórn kjósi þrjá bæjarfulltrúa til setu í ráðinu og þrjá til vara.

Almenn mál

4.2311271 - Tillaga að skipun vinnuhóps vegna verkefnisins "opnun félagsmiðstöðva um helgar"

Lögð fram til umræðu fyrirspurn um stöðu mála er varðar beiðni um opnun félagsmiðstöðva eldra fólks um helgar.
Félag eldri borgara hefur á síðastliðnum árum óskað eftir stuðningi bæjarins við helgaropnanir í félagsmiðstöðvum eldri borgara.

Í fjárhagsáætlun ársins 2024 liggur fyrir tillaga um helgaropnun í félagsmiðstöðvum eldra fólks, tímabundið reynsluverkefni til 6 mánaða með opnun einn helgardagpart í mánuði á hverjum stað.

Öldungaráð skipar hér með vinnuhóp til að vinna að undirbúningi helgaropnana í félagsmiðstöðvunum og verður hópurinn skipaður eftilfarandi einstaklingum.
Sigrún Hulda Jónsdóttir
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Jón Atli Kristjánsson
Baldur Þór Baldvinsson
Stefán Arnarson

Formaður vinnuhópsins er Sigrún Hulda Jónsdóttir og boðar hún til fyrsta fundar.

Almenn mál

5.2308607 - Gott að eldast - Aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk 2023-2027

Lagt fram til kynningar upplýsingar vegna Gott að eldast - aðgerðaáætlun í þjónustu við eldra fólk og farið yfir stöðu mála.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:30.