Öldungaráð

24. fundur 17. janúar 2024 kl. 12:00 - 13:58 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Jón Atli Kristjánsson formaður
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Baldur Þór Baldvinsson aðalmaður
  • Stefanía Björnsdóttir aðalmaður
  • Huldís Mjöll Sveinsdóttir aðalmaður
  • Margrét Halldórsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Kristín Þyri Þorsteinsdóttir starfsmaður nefndar
  • Jón Kristján Rögnvaldsson starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Kristín Þyrí Þorsteinsdóttir starfsmaður nefndar
Dagskrá

Almenn mál - umsagnir og vísanir

1.2204193 - Reglur Kópavogsbæjar um stuðnings- og stoðþjónustu

Drög að nýjum reglum Kópavogsbæjar um stuðnings- og stoðþjónustu lögð fram til kynningar og umræðu ásamt minnisblaði verkefnastjóra dags. 6.12.2023 og tilgreindum fylgiskjölum.
Öldungaráð samþykkir drög að reglum um stuðnings- og stoðþjónustu fyrir sitt leyti og vísar þeim til velferðarráðs að nýju. Ráðið þakkar fyrir góða kynningu.

Gestir

  • Jóhanna Lilja Ólafsdóttir, verkefnastjóri - mæting: 12:00

Almenn mál

2.2401637 - Fundaröð öldungaráðs

Lögð fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að fundaröð öldungaráðs 2024.
Tillaga að fundarröð öldungaráðs er samþykkt með þeim fyrirvara að maífundur ráðsins verði þriðjudaginn 7. maí.

Almenn mál

3.2311268 - Starfsemi öldungaráðs

Formaður öldungaráðs óskar eftir umræðu um hvernig unnt sé að tryggja aö öll mál sem eiga erindi við öldungaráð berist ráðinu til umfjöllunar skv. lögum.
Öldungaráð skorar á bæjaryfirvöld og stjórnsýslu Kópavogsbæjar að tryggja að öll mál sem varða þjónustu við eldra fólk, framkvæmd hennar og þróun, komi til umsagnar öldungaráðs.

Formaður lagði fram gögn til kynningar á fundinum með hugmyndum sem snerta starfsemi öldungaráðs.

Almenn mál

4.2401636 - Opnun félagsmiðstöðva aldraðra

Lögð fram til kynningar og umræðu áætlun um opnun félagsmiðstöðva eldri borgara í Kópavogi.
Lagt fram til kynningar.

Lagt er til að öldungaráði verði falið að halda áfram vinnu starfshóps um helgaropnun félagsmiðstöðva eldri borgara til framtíðar, sem skipaður var á fundi ráðsins 16. nóvember sl.

Almenn mál

5.23032118 - Aukin samvinna öldungaráða í Kraganum.

Lögð fram til kynningar og umræðu tillaga formanns öldungaráðs um sameiginlegan fund með öldungaráðum í Kraganum á árinu 2024. Umræðuefni þess fundar yrði samvinna í einstökum málaflokkum eldra fólks og mögulega sveitarfélaganna.
Formaður mun leitast eftir samstarfi við formenn annarra öldungaráða í Kraganum.

Almenn mál

6.2401632 - Heilræði öldungaráðs

Lögð fram til kynningar og umræðu tillaga formanns öldungaráðs að 12 heilræðum öldungaráðs Kópavogsbæjar.
Kynnt ráðinu

Öldungaráð þakkar formanni fyrir framtakið við gerð heilræðanna 12 og samþykkir að koma þeim á framfæri.

Fundi slitið - kl. 13:58.