Vefstefna

Vefstefnan á að stuðla að því að skapa heildstæða notendaupplifun fyrir þá sem þurfa á þjónustu Kópavogsbæjar að halda með samræmdu útliti, umgjörð og innihaldi.

Markmið vefstefnu Kópavogsbæjar er að búa til ramma, verklagsreglur og staðla um ytri vefinn og umhverfi hans, til að hámarka gæði vefsins og geta þar með boðið upp á öflugan upplýsinga- og þjónustuvef sem einkennist af þekkingu, ábyrgð og metnaði.

Vefstefnan verður þannig leiðarljós í utanumhaldi vefsins,  upplýsingahönnun, ritun texta, framleiðslu og innsetningu myndefnis og aðstoðar við forgangsröðun um hvernig vefurinn þjóni best sínu hlutverki til miðlunar upplýsinga og bættrar þjónustu fyrir íbúa bæjarfélagsins.

Skoða Vefstefnu á PDF sniði

Síðast uppfært 24. febrúar 2021