Vinnuskóli

Vinnuskólinn í Kópavogi býður 14 til 17 ára íbúum Kópavogs vinnu yfir sumartímann. Starfstími Vinnuskólans er frá maí til ágúst ár hvert.

Vinnuskólinn í Kópavogi hefur verið starfræktur frá árinu 1968, en fyrst var unglingum boðið starf í Kópavogi árið 1958. Unglingum er boðin fjölbreytt og skemmtilegt starf þar sem markmið skólans  eru gleði, vinna, lærdómur.

Allir unglingar sem verða 14 ára á starfsári Vinnuskólans er boðið til náms og er þeim boðið það öll sumur til og með 17 ára aldurs.

Leggur skólinn mikið upp úr því að nám nemenda komi til með að veita þeim skemmtilega og ánægjulega innsýn inn í atvinnulífið. Áhersluatriði  í starfi  Vinnuskólans er að allir sýni starfsmönnum, nemendum jafnt sem öðrum íbúum og gestum Kópavogsbæjar kurteisi og virðingu.

Fréttir af starfi Vinnuskólans má nálgast á fésbókarsíðu hans.

 • Launatímabil 2021

  Launatímabil verður frá 15. til 14. hvers mánaðar og greidd út þann 22. hvers mánaðar.

 • Vinnutímabil 2021

  Nemendur í Vinnuskólanum geta valið sér þann tíma sem þeir vinna hjá Vinnuskólanum. Nemendur fæddir 2004, 2005 og 2007 geta valið tvö af þremur tímabilum en nemendur fæddir 2006 geta valið tvö af fjórum tímabilum.

  Tímabilin eru eftirfarandi:

  Nemendur fæddir 2004:

  Nemendur geta valið tvö tímabil af þremur.

  30. maí til 22. júní

  23. júní til 14. júlí

  19. júlí til 13. ágúst

  Unnið er 6,5 tíma á dag, mánudaga til fimmtudaga. Vinnutími er frá 8:15 til 11:30 og frá 12:30 til 15:45. Athugið að tímabil og vinnutími þeirra ungmenna sem vinna hjá stofnunum og félögum er ekki með þeim hætti er lýst er hér að ofan. Tölvupóstur verður sendur á foreldra til upplýsinga um starf á föstudögum í sumar.

  Nemendur fæddir 2005 og 2007

  Nemendur geta valið tvö tímabil af þremur.

  14. júní til 1. júlí

  5. júlí til 21. júlí

  26. júlí til 12. ágúst

  Unnið er 6,5 tíma hjá eldri nemendum en 3,25 stundir hjá yngri á dag, mánudaga til fimmtudaga. Vinnutími er frá 8:15 til 11:30 og frá 12:30 til 15:45 hjá nemendum fæddum 2005 en aðeins er unnið helming þess tíma hjá nemendum fæddum 2007. Athugið að tímabil og vinnutími þeirra ungmenna sem vinna hjá stofnunum og félögum er ekki með þeim hætti er lýst er hér að ofan. Tölvupóstur verður sendur á foreldra til upplýsinga um starf á föstudögum í sumar.

  Nemendur fæddir 2006

  Nemendur geta valið tvö tímabil af fjórum.

  14. júní til 29. júní

  30. júní til 14. júlí

  19. júlí til 30. júlí

  2. ágúst til 14. ágúst

  Unnið er 6,5 tíma á dag, mánudaga til fimmtudaga. Vinnutími er frá 8:15 til 11:30 og frá 12:30 til 15:45. Unnið er tvo föstudaga í 3,25 klst. frá klukkan 8:15 til 11:30.  Unnið verður föstudagana 30. júlí og 13. ágúst

 • Störf í boði fyrir nemendur fædda 2004 og 2005

  • Aðstoð á námskeiði hjá IOGT
  • Aðstoð á skáknámskeiði
  • Aðstoð við námskeið - Breiðablik
  • Aðstoð við námskeið - Gerpla
  • Aðstoð við námskeið - GKG
  • Aðstoð við námskeið - HK
  • Aðstoð við námskeið - Hrafninn
  • Aðstoð við námskeið - KFUM/KFUK
  • Aðstoð við námskeið - Siglingaklúbbur
  • Aðstoð við námskeið - Skátar
  • Aðstoð við námskeið - Sundnámskeið 
  • Aðstoð við námskeið - TFK
  • Garðyrkja
  • Gæsluvellir
  • Götuleikhús
  • Hjóla- og ævintýranámskeið
  • Hjúkrunarheimilið Roðasalir
  • Hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð
  • Hrafnista - Boðaþingi
  • Leikskólar
  • Skógrækt
  • Skólagarðar
  • Smíðavellir
  • Starf á bókasafni
  • Starf á héraðsskjalasafni
  • Starf í Tröð í samráði við menntasvið 
  • Unglingar móta Gerðarsafn
  • Velkominn - fyrir börn með annað tungumál en íslensku - aðstoð
 • Algengar spurningar og svör

  Hvað er Vinnuskólinn?

  Vinnuskóli Kópavogs er fyrir alla 14-17 ára unglinga í Kópavogi. Allir sem sækja um fá starf í skólanum

  Af hverju ætti ég að sækja um starf í Vinnuskólanum?

  Þátttaka í Vinnuskólanum er kjörið tækifæri fyrir unglinga til þess að öðlast reynslu af því að vinna sér inn laun á hvetjandi og jákvæðan hátt. Þar gefst unglingum færi á að taka þátt í að snyrta og hirða bæinn sinn, kynnast nýjum félögum og læra heilmikið um umhverfismál, mannleg samskipti og virðingu gagnvart vinnu.

  Hvað er ég að vinna lengi?

  Sumrinu er skipt í þrjú þriggja vikna tímabil hjá nemendum í 8., 10. bekk og 17 ára. Hver og einn getur valið allt að tvö tímabil og fá allir sem sóttu um áður en formlegur umsóknarfrestur rann út vinnu á þeim tímabilum sem óskað var eftir.

  Hjá 9. bekk er sumrinu skipt í fjögur tveggja vikna tímabil. Hver og einn getur valið allt að tvö tímabil og fá allir sem sóttu um áður en formlegur umsóknarfrestur rann út vinnu á þeim tímabilum sem óskað var eftir

  Tímabilin má nálgast á síðunni okkar. 

  Fæ ég matarhlé?

  Já, matarhlé er á milli kl. 11:30-12:30. Auk þess eru tveir kaffitímar, annar kl. 10:00-10:15 og hinn eftir hádegi kl. 14:00-14:15.

  Hvenær fæ ég útborgað?

  Launatímabil Vinnuskólans eru ákveðin ár hvert í samráði við Launadeild Kópavogsbæjar.

  Hvað er þetta skattkort og hvað á ég að gera við það?

  Allir launþegar á Íslandi sem eiga hér fasta búsetu og hafa náð 16 ára aldri eiga rétt á svokölluðum persónuafslætti og er skattkortið til þess gert að halda utan um það. Árið 2016 voru öll skattkort gerð rafræn. Ekki er þörf á að skila inn skattkorti ef óskað er eftir að nota skattkort á umsóknarvef. Ef umsækjandi telur sig þurfa að nota ónýttan persónuafslátt frá fyrri mánuðum getur hann sent beiðni um slíkt á skattkort@kopavogur.is og þarf þá staðfesting af þjónustuvef RSK að fylgja með.

  Þarf ég að borga hluta af laununum mínum í lífeyrissjóð?

  Börn byrja að greiða í lífeyrissjóð næstu mánaðamót eftir 16 ára afmælisdaginn.

  Hvert fara launin mín?

  Launin eru lögð inn á bankareikning unglinganna og þurfa því allar bankaupplýsingar að fylgja umsókn. Aðeins er hægt að nota bankareikning unglingsins.

  Hvert á ég að mæta?

  Almennt er unglingunum komið fyrir í hópum nálægt skólum, nema að aðrar óskir komi fram á umsókn viðkomandi. Allar upplýsingar koma fram á umsóknarvef Vinnuskólans.

  Get ég skipt um hóp?

  Engar breytingar eru gerðar á hópum fyrstu dagana. Síðan er það viðkomandi flokksstjóra að ákveða um það í sínum hópi. Flestir eru með tvo hópa og verður að gæta þess að það sé ekki ójafnvægi vegna fjölda í þeim. Flokkstjórum er heimilt að hafa mest 15 nemendur í nemendahóp.

  Hvað á ég að gera ef ég er veik(ur)? Fæ ég borgað fyrir daginn?

  Foreldrar verða að tilkynna forföll og veikinda barna sinna við viðkomandi flokksstjóra. Textaskilaboð (sms) eða fésbókarskilaboð eru ekki tekin gild. Veikindadagar eru ekki greiddir.

  Má ég reykja í vinnunni?

  Nei. Vinnuskóli Kópavogs er tóbakslaus vinnustaður

 • Börn með ofnæmi

  Á hverju ári koma mörg börn með ýmiskonar ofnæmi í Vinnuskólann. Vinnuregla Vinnuskólans er sú að allir nemendur í tveimur yngstu árgöngunum starfa í útihópum okkar. Þegar aðstæður koma upp er geta verið ofnæmisvaldandi er það verkefni flokkstjóra að finna verkefni sem hæfir þeim einstaklingum sem um ræðir.

 • Fræðsla

  Réttindi og skyldur á vinnumarkaði

  Í sumar verður ASÍ með kynningu fyrir alla nemendur 15 og 16 ára um réttindi og skyldur á vinnumarkaði. Er þetta hluti af því að nemendur verði fróðari um vinnumarkaðinn eftir störf sín hjá Vinnuskólanum.

  Umhverfisfræðsla

  Umhverfisfræðsla er stór þáttur í starfi Vinnuskólans. Vinnuskólinn er einn af þremur vinnuskólum landsins sem er þátttakandi í verkefninu Skóli á grænni grein, sem er merki um markvisst starf í þágu umhverfis. Á hverju sumri hefur Vinnuskólinn ráðið til starfa umhverfisfulltrúa sem sér um fræðslu unglinga í þessum málefnum. Sem hluti af umhverfisfræðslu Vinnuskólans fer hluti nemenda á skógræktarsvæði til að hjálpa til við landgræðslu með Garðyrkjufélagi Íslands.

  Jafningjafræðslan

  Í samstarfi við Hitt húsið hefur Vinnuskólinn boðið jafningjafræðurum að koma í heimsókn til hópa með nemendum á aldrinum 15 og 16 ára. Þeir koma í heimsókn í hvern hóp tvisvar sinnum yfir sumarið. Umræðuefnið fer eftir því hvað brennur á nemendum hverju sinni. 

 • Hverjir geta sótt um í Vinnuskólanum?

  Allir unglingar sem búsettir eru í Kópavogi og verða 14-17 ára (2004- 2007) á árinu geta sótt um vinnu hjá Vinnuskólanum. Nemendur sem eru 16 til 17 (2004 - 2005) ára sem sækja um hjá Vinnuskólanum geta óskað eftir því að fá vinnu hjá félögum og stofnunum í bænum og er þeim raðað inn á þá staði með hliðsjón af fyrri umsögnum í Vinnuskólanum.

   

 • Leyfi og veikindi

  Leyfi og veikindi skal tilkynna leiðbeinanda. Einungis er tekið við tilkynningum frá foreldrum eða forráðamönnum. Veikindi ber að tilkynna áður en vinna hefst dag hvern. Nauðsynlegt er að tilkynna veikindi alla daga sem þau standa yfir. Ekki er tekið mark á tilkynningum sem berast í tölvupósti eða öðrum textaskilaboðum.

  Veikindi teljast sem tapaðar vinnustundir og ekki er hægt að vinna þær upp.

 • Nemendur á undan í skóla

  Þeir nemendur sem eru á undan jafnöldrum sínum í grunnskóla geta fengið að hefja nám ári á undan í Vinnuskóla. Er það þó með því skilyrði að nemandinn sé orðinn 13 ára gamall þegar hann hefur störf í samræmi við Reglugerð um vinnu barna og unglinga. Kjósi nemandi og foreldri hans að nýta sér þennan möguleika fylgir nemandi samnemendum sínum gegnum starf Vinnuskólans í launum og vinnutímum. Jafnfram skerðist réttur þess nemanda til að starfa hjá Vinnuskólanum á 17. ári. Foreldrar þessara barna eru beðnir um að skrifa undir yfirlýsingu sem hægt er að nálgast hér.

  Allar skráningar þessara nemanda þurfa að fara fram í gegnum síma Vinnuskólans 441-9080.

 • Röðun í vinnuflokka

  Að jafnaði er farið eftir búsetu og aldri nemenda þegar raðað er í vinnuhópa. Þó getur það komið fyrir að nemendur á misjöfnum aldri raðist í hópa saman.

  Við reynum eftir fremsta megni að verða við beiðnum um að skipta um vinnutíma þar sem nemendur eiga erfiðara með að vinna á ákveðnum tímum. En við áskiljum okkur rétt til að hafna slíkri beiðni ef flokkstjóri lítur svo á að skipting hópa sé ójöfn eða breytingar hafi áhrif á vinnuframlag nemenda. Vinnuregla Vinnuskólans er að aldrei skuli vera fleiri en 15 nemendur undir umsjá eins flokkstjóra. Eru foreldrar beðnir um að hafa samband við flokkstjóra í þeim tilvikum sem óskað er eftir færslu í vinnuhópum.

  Ekki er víst að nemendur séu í hópum með vinum eða bekkjarfélögum þar sem eitt af markmiðum Vinnuskólans er að allir geti unnið með öllum.

 • Skráning í Vinnuskólann

  Nemendur í Vinnuskólanum í Kópavogi skrá sig til vinnu gegnum heimasíðu Kópavogs. Mikilvægt er að allar upplýsingar sem beðið er um komi fram við umsókn til náms. Þegar nær dregur því að nemandi hefji störf fá forráðamenn upplýsingar um mætingu nemanda í gegnum tölvupóst. Þar kemur einnig fram hvar, hvenær og hvaða starfsmaður tekur á móti nemanda.

  Hægt er að fylgjast með vinnslu umsókna hér.

 • Skrifstofa Vinnuskólans

  Skrifstofur Vinnuskólans eru í Askalind 5. Sími okkar er 441-9080 og tölvupóstur vinnuskoli(hjá)kopavogur.is. Skrifstofan er opin alla daga frá klukkan 8:00 til 16:00 nema föstudaga þegar henni er lokað klukkan 15:00. Skrifstofurnar opna frá og með 10. maí og síðasti starfsdagur er 16. ágúst.

  Verkefnastjóri Vinnuskólans hefur aðsetur á Digranesvegi 1 þá mánuði sem skrifstofa Vinnuskólans er lokuð.

 • Starfsreglur Vinnuskóla

  • Flokkstjóri er yfirmaður hvers vinnuhóps og eftir honum ber nemendum að fara. Næsti yfirmaður hans er yfirflokkstjóri.
  • Reykingar og öll önnur tóbaksnotkun er stranglega bönnuð á vinnutíma.
  • Símar skulu vera stilltir á hljóðlaust og ekki notaðar sem samskiptatæki á vinnutíma Vinnuskólans. Engin ábyrgð er tekin á slíkum tækjum á vinnutíma.
  • Engin ábyrgð er tekin á persónulegum hlutum sem komið er með til vinnu og eru ekki nauðsynlegir til starfsins.
  • Öll verkfæri í eigu Vinnuskólans eru afhent nemendum með því formerkjum að þau eru á ábyrgð þeirra. Skemmdir á eigum skólans skulu greiddar af þeim sem þeim veldur.
  • Allir starfsmenn Vinnuskólans í Kópavogi skulu stunda sína vinnu af stundvísi.
  • Nemendum ber að fara eftir því sem flokkstjóri segir. Allir starfsmenn sem skrá sig til vinnu í Vinnuskóla Kópavogs hafa skráð sig þar vegna áhuga á að starfa innan Vinnuskólans.
  • Dónaskapur starfsmanns eða nemanda gegn öðrum verður ekki liðin.
  • Allir tilburðir til eineltis verða tilkynntir til skrifstofu Vinnuskólans um leið og þeir gerast. Við þá tilkynningu fer af stað verkferill vegna eineltismála.
  • Verði misbrestur á hegðun nemanda skal verkferill vegna agamála virkjaður.
 • Vinna hjá stofnunum og félögum

  Vinnuskólinn býður nemendum á 16. og 17. ári nám hjá félögum og stofnunum í sveitafélaginu. Flest íþróttafélög, leikskólar og aðrar stofnanir bjóða nemendum  að koma til sín og læra handbrögð við vinnu hjá sér. Þeir nemendur sem vinna á þessum stöðum eru undanþegnir tímabilum Vinnuskólans og vinna í samráði við stjórnendur á vinnustað þá tíma er Vinnuskólinn heimilar.

  Þegar sótt er um nám hjá Vinnuskólanum er hægt að velja um þá staði sem helst koma til greina að mati nemanda. 

  Athugið að engar undantekningar eru gerðar á aldurstakmörkum varðandi þessi störf. 

  Við val á nemendum til starfa er farið eftir umsögnum fyrri ára frá Vinnuskólanum,

 • Laun og vinnutími 2021

  Prenta gjaldskrá
  Fæðingarár
  Laun / Vinnustundir
  Fæddir 2004
  2.227 kr. / 169 klst.
  Fæddir 2005
  1.113 kr. / 143 klst.
  Fæddir 2006
  891 kr. / 110,5 klst.
  Fæddir 2007
  668 kr. / 71,5 klst.
Síðast uppfært 08. september 2021