Kópavogsbær fékk tilnefningu sem VIRKT fyrirtæki 2024

Frá vinstri: Ásta Katrín Gestsdóttir, Egill Fivelstad, Salvör Þórisdóttir, mannauðsdeild, Sigríður …
Frá vinstri: Ásta Katrín Gestsdóttir, Egill Fivelstad, Salvör Þórisdóttir, mannauðsdeild, Sigríður Þrúður Stefánsdóttir mannauðsstjóri, Daði Lárusson frá VIRK, Auður Þórhallsdóttir mannauðsdeild og Pálmi Þór Másson sviðsstjóri.

Kópavogsbær hlaut nýverið tilnefningu frá VIRK fyrir framlag sitt í því að bjóða einstaklingum atvinnutengingu í gegnum VIRK. Kópavogsbær er eina sveitarfélagið sem hlaut tilnefningu að þessu sinni og er bærinn stoltur af framlagi sínu og góðu samstarfi við VIRK.

"Við lítum á það sem hluta af samfélagslegri ábyrgð okkar að bjóða einstaklingum að leggja sitt af mörkum á vinnumarkaði í gegnum atvinnutengingu VIRK og erum þakklát fyrir farsælt og gott samstarf, sem við vonum að haldi áfram að vaxa og dafna í framtíðinni," segir Sigríður Þrúður Stefánsdóttir mannauðsstjóri.

Mannauðsteymið fékk heiðurinn af því að taka við fallegum blómvendi fyrir hönd starfsstöðvanna sem hafa boðið einstaklingum störf í gegnum atvinnutengingu VIRK. Á ársfundi VIRK, þann 29. apríl næstkomandi, verður upplýst um hvaða fyrirtæki hljóta síðan verðlaunin.

VIRK er starfsendurhæfingarsjóður sem eflir starfsgetu einstaklinga með heilsubrest sem stefna að aukinni þátttöku á vinnumarkaði.