Dalvegur 32

Í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst tillaga að breyttu deiliskipulagi í Kópavogi.

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti þann 3. apríl 2023 að auglýsa í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breyttu deiliskipulagi Dalvegar 32. Í breytingunni felst að byggingarreitur Dalvegar 32B minnkar til austurs og byggingarreitur Dalvegar 32C stækkar og færist til á lóðinni. Byggingarreitur Dalvegar 32C hækkar jafnframt úr tveimur hæðum ásamt kjallara í tvær til fjórar hæðir ásamt kjallara og sex hæðir ásamt kjallara austast á lóðinni. Heildarbyggingarmagn á lóðinni eykst úr 9.300 m2 í 18.618 m2. Nýtingarhlutfall ofanjarðar á lóðinni eykst úr 0.5 í 0.8. Fyrirkomulag og fjöldi bíla- og hjólastæða breytist í samræmi við bíla- og hjólastæðaviðmið á samgöngumiðuðum svæðum í Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040. Gert er ráð fyrir gatnatengingu milli Dalvegar 30 og 32 á suðvesturhluta lóðarinnar.
Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum. Tillögunni fylgir umferðargreining dags. í október 2022, minniblað um umferð innan lóðar og ytri áhrif dags. 3. nóvember 2022, minnisblað um áhrif á hljóðvist dags. 3. október 2022, skugga- og vindgreiningar dags. 7. nóvember 2022 og uppfærð umhverfisskýrsla dags. 21. febrúar 2022.

Fimmtudaginn 15. febrúar 2024 milli kl. 17 og 18 verður haldinn kynningarfundur í sal Smáraskóla um skipulagsmál við Dalveg, hljóðvist, ljósmengun, aðgengi og umferðarlausnir á svæðinu. Ásamt því verða ofangreindar tillögur kynntar sérstaklega þeim sem þess óska.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Athugasemdir og ábendingum við ofangreinda tillögu skal skila í gegnum skipulagsgátt www.skipulagsgatt.is, málsnr. 26/2024, eigi síðar en fimmtudaginn 29. febrúar 2024. Ef óskað er eftir frekari upplýsingum um tillöguna er hægt að hafa samband við starfsfólk skipulagsdeildar með því að senda tölvupóst á skipulag@kopavogur.is.

Vakin er athygli á að athugasemdir teljast til opinberra ganga í allri skipulagsmeðferð. Skipulagsfulltrúi Kópavogsbæjar notar upplýsingar sem eru settar fram vegna athugasemda við skipulag til úrvinnslu og auðkenningar. Kópavogsbær er afhendingaskyldur aðili samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 og afhendir gögn til varðveislu til Þjóðskjalasafns Íslands.