Götuganga í Kópavogi

Frá Götugöngunni í Kópavogi 2023.
Frá Götugöngunni í Kópavogi 2023.
Þann 14. maí verður Götuganga fyrir 60 ára og eldri haldin í Kópavogi í annað sinn haldin af Virkni og vellíðan í Kópavogi. Gengin er 3,4 kílómetra leið, byrjað í Breiðablik og gengið um Kópavogsdal.  Afar vel tókst til í fyrra og tóku á fjórða hundrað þátt. Gatan hefst klukkan13.00 er er það bæjarstjóri Kópavogs, Ásdís Kristjánsdóttir, sem ræsir gönguna.
 
Keppt er í þremur aldursflokkum sem eru:
60-69 ára
70-79 ára
80 ára og eldri.
 
Verðlauna peningar eru fyrir þrjú efstu sætin í kvenna- og karlaflokki. Einnig eru útdráttar verðlaun sem allir þátttakendur í göngunni eiga möguleika á að vinna.
Markmiðið er auðvitað að sem flestir komi, eru með og hafi gaman og eru 60 ára og eldri hvaðanæva að hvött til þess að taka þátt.
 
Nauðsynlegt er að skrá sig en þau sem ekki vilja skrá sig eru hvött til þess að mæta og hvetja þátttakendur. 
 
 

"Við vonumst eftir að fá aftur keppendur frá flestum þeim íþróttafélögum á landinu sem bjóða upp á hreyfingu fyrir 60+ aldurshópinn. Markmiðið með göngunni er að vekja athygli á mikilvægi hreyfingar eldri borgara og hversu fjölbreytt hreyfiúrræði eru í boði víðsvegar um landið. Verðlaunapeningar verða veittir fyrir þrjú efstu sætin í kvenna- og karlaflokki en einnig verða útdráttar verðlaun sem allir þátttakendur í göngunni eiga möguleika á að fá," segja Fríða Karen Gunnarsdóttir og Eva Katrín Friðgeirsdóttir verkefnastjórar Virkni og vellíðan.

Virkni og Vellíðan er heilsueflandi verkefni fyrir íbúa 60 ára og eldri í Kópavogi. Starfsemi Virkni og Vellíðan er tvískipt. Annars vegar fer þjálfun fram í íþróttafélögunum Breiðablik, HK og Gerplu en hins vegar í félagsmiðstöðvum bæjarins Boðaþingi, Gullsmára og Gjábakka. Á æfingum er lögð áhersla á styrk, þol, liðleika og jafnvægisæfingar. Í dag sækja yfir 450 þátttakendur þjónustu hjá Virkni og Vellíðan og fer þátttakendafjöldi ört stækkandi. Virkni og Vellíðan stendur reglulega fyrir félagslegum viðburðum t.d. jólahlaðborði, páskabingó, götugöngu og ekki má gleyma Pálínuboðum.