Kópavogsbúum fjölgar mest

17. júní 2014,
17. júní 2014,

Kópavogsbúum fjölgaði um tæplega 900 á síðasta ári og voru 33.205 talsins í ársbyrjun 2015. Landsmönnum fjölgaði um 3.429 á síðasta ári og varð mesta fjölgunin í Kópavogi  íbúaþróun er skoðuð eftir sveitarfélögum. Kópavogur er sem fyrr næststærsta sveitarfélag landsins en þar búa nú 10% landsmanna sem alls voru 329.100 þann 1. janúar 2015 samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar.

„Ég hafði þá trú þegar ég tók við sem bæjarstjóri að þá væri rétti tímapunkturinn til að slá í klárinn og hefja uppbyggingu á ný, það má segja að kreppan hafi fyrst verið slegin af í Kópavogi og aðrir fylgja nú í kjölfarið. Hér er eftirsótt að búa enda bærinn miðsvæðis og öll þjónusta í seilingarfjarlægð,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs.

Samkvæmt aðalskipulagi Kópavogs sem gildir til ársins 2024 er fyrirhugað að reisa um 2.000 íbúðir í bænum á því tímabili.

„Hér er spennandi uppbygging framundan, bæði á Kársnesi, á Glaðheimasvæðinu, í Auðbrekku og í Smáranum svo eitthvað sé nefnt þannig að Kópavogsbúum  mun halda áfram að fjölga.“

Undanfarin 10 ár hefur íbúum bæjarins fjölgað um rúmlega 7.400 eða 29% en á sama tíma hefur landsmönnum fjölgað um 12%. Þá hefur íbúafjöldi Kópavogs tvöfaldast frá árinu 1992.