Ljóðstafur Jóns úr Vör

Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar efnir í sextánda sinn til árlegu ljóðasamkeppninnar um Ljóðstaf Jóns úr Vör. Skilafrestur í keppnina er til og með 12. desember og skal ljóðum skilað með dulnefni.

Hverju ljóði skal fylgja umslag merkt með dulnefninu sem inniheldur upplýsingar um nafn, heimilisfang og símanúmer skáldsins. Einungis umslög sem tilheyra ljóðum sem fá verðlaun eða viðurkenningu verða opnuð og öllum gögnum verður fargað að keppni lokinni. Athugið að ljóðin mega ekki hafa birst áður.

Utanáskriftin er:

Ljóðstafur Jóns úr Vör

Menningarhús Kópavogs

Fannborg 2

200 Kópavogur

Greint verður frá niðurstöðum samkeppninnar og verðlaun veitt 21. janúar 2017. Þann dag verða 100 ár liðin frá fæðingu skáldsins sem bjó nálega allan sinn starfsaldur í Kópavogi. Verðlaunaafhendingin er hluti af Dögum ljóðsins í Kópavogi, árlegri ljóðahátíð sem hefur þann tilgang að efla og vekja áhuga á íslenskri ljóðlist.