Nýtt og snjallara hlutverk grenndarstöðva

Lítil grenndarstöð tekur við textíl, málmi, gleri og skilagjaldsskyldum umbúðum.
Lítil grenndarstöð tekur við textíl, málmi, gleri og skilagjaldsskyldum umbúðum.

Grenndarstöðvar SORPU og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu munu á næstu vikum fá nýtt og snjallara hlutverk. Skynjarar verða settir í alla grenndargáma til að tryggja tímanlega losun, og málmumbúðum og gleri verður safnað á öllum grenndarstöðvum.

Innleiðingin hefst í Kópavogi 30.janúar og tekur tvær vikur en í heildina tekur innleiðingin 6 vikur.

Í Kópavogi eru 10 grenndarstöðvar.  

Smelltu hér fyrir yfirlit yfir grenndarstöðvar, athugið að virkar best í síma.

Litlar og stórar grenndarstöðvar

Við heimili eru nú þegar tunnur fyrir matarleifar, blandað rusl, plast, og pappír og pappa.

Gámar fyrir gler, málmumbúðir, og flöskur og dósir verða á öllum grenndarstöðvum sem staðsettar verða í hverfum í nálægð við heimilin. Þessar stöðvar kallast litlar grenndarstöðvar, og verða þær um 50 á höfuðborgarsvæðinu.

Gámar fyrir gler, málmumbúðir, flöskur og dósir, textíl, pappír og pappa, og plast verða á stórum grenndarstöðvum sem verða í öllum hverfum höfuðborgarsvæðisins. Stórar grenndarstöðvar verða um 40 á höfuðborgarsvæðinu.

Textíll verður auk þess safnað á öllum grenndarstöðvum á komandi misserum. Núna er textílsöfnun á forræði Rauða krossins og ólík eftir grenndarstöðvum.

Grenndarstöðvar SORPU og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu munu á næstu vikum fá nýtt og snjallara hlutverk. Skynjarar verða settir í alla grenndargáma til að tryggja tímanlega losun, og málmumbúðum og gleri verður safnað á öllum grenndarstöðvum.

Með þessu að tryggt að íbúará höfuðborgarsvæðinu geti losað sig við helstu tegundir af rusli í sínu hverfi og nærumhverfi. 

Takk fyrir að flokka!

Nánar á vef SORPU