Ánægja með ferðaþjónustu fatlaðra

Efstihóll sér um ferðaþjónustu fatlaðra í Kópavogi.
Efstihóll sér um ferðaþjónustu fatlaðra í Kópavogi.

Mikil ánægja er með ferðaþjónustu fatlaðra í Kópavogi. 74% notenda eru ánægð með þjónustuna samkvæmt nýrri könnun sem gerð var á vegum velferðarsviðs Kópavogs á tímabilinu desember 2017 til febrúar 2018. 81% sögðust vera ánægð með gæði bílanna og tæp 77% eru ánægð með hvernig akstursþjónustan gætir að öryggi notenda.

Af 96 notendum þjónustunnar tóku 66 eða 69% þátt í könnuninni sem hafði það að markmiði að kanna viðhorf til þjónustunnar og kanna hvað betur mætti fara. Efstihóll ehf. hefur annast ferðaþjónustu fatlaðra í Kópavogi frá því í desember 2016.

Kópavogsbær leggur áherslu á að ferðaþjónusta fatlaðra sé leyst hnökralaust af hendi. Niðurstaða könnunarinnar er því afar ánægjuleg. Unnið verður úr ábendingum sem hafa borist með það að markmiði að tryggja og bæta þjónustuna enn frekar.