Gervigras á Kópavogsvöll

Kópavogsvöllur. Mynd/Breiðablik.
Kópavogsvöllur. Mynd/Breiðablik.

Lagt verður gervigras á Kópavogsvöll næsta vor en jarðvegsframkvæmdir munu hefjast að loknu keppnistímabili í haust. Þetta var samþykkt einróma í bæjarráði Kópavogs í morgun.

Einnig var samþykkt að byggja upp keppnis- og kastsvæði fyrir kastgreinar vestan áhorfendastúku Kópavogsvallar.

Þá samþykkti bæjarráð að ráðast í endurbætur á gervigrasi í Fagralundi í sumar og að völlurinn verði tilbúinn fyrir vetraræfingar, völlurinn verður upphitaður og hugað að bættri aðstöðu þjálfara og skipulagi umferðarmála.

Fyrir lá að endurnýjun Kópavogsvallvar var tímabær en hitalagnir í vellinum eru komnar á tíma. Skoðaðir voru kostir og gallar þess að leggja gras eða gervigras á völlinn og varð niðurstaðan gervisgras sem fyrr segir.  

Með endurnýjun Kópavogsvallar og endurbótum á gervigrasvelli í Fagralundi er aðstaða Breiðabliks til vetraræfinga stórbætt en félagið benti á þörf fyrir betri aðstöðu fyrr í vetur.