Laun bæjarfulltrúa lækka

Laun fyrir setu í bæjarstjórn Kópavogs lækka um 15%.
Laun fyrir setu í bæjarstjórn Kópavogs lækka um 15%.

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti einróma á bæjarstjórnarfundi þriðjudaginn 12. febrúar að lækka laun fyrir setu í bæjarstjórn um 15 %.

Lækkunin felur það í sér að bæjarfulltrúalaunin lækka um 53.094 kr. á mánuði, fara úr 353.958 í 300.864. Laun fyrir setu í öðrum nefndum og ráðum haldast óbreytt.

Bæjarstjóri lagði til í upphafi kjörtímabils að laun hans yrðu lækkuð og laun bæjarfulltrúa sömuleiðis. Laun bæjarstjóra lækkuðu um 15% og tók sú lækkun gildi 12. júní síðastliðinn.