Snjómokstur og sorphirða

Snjómokstur í Kópavogi.
Snjómokstur í Kópavogi.

Öll tæki hafa verið úti í snjómokstri síðan 3.30 í morgun. Sorphirða gengur hægar vegna færðarinnar og er aðeins á eftir áætlun. Minnt er á að moka vel frá tunnum svo vel gangi að hirða sorpið.

20 tæki hafa sinnt mokstri á götum og stígum frá því í nótt.  Unnið er eftir skipulagi um snjómokstur og byrjað á stofnbrautum, tengibrautum og stígum í forgangi. 

Vinsamlegast sendið ábendingar á ábendingagátt Kópavogsbæjar