Snjómokstur og hálkuvarnir

Þjónustumiðstöð Kópavogs hefur umsjón með snjómokstri, hálkueyðingu og annari hreinsun gatna og stíga. Ábendingar skulu berast Þjónustumiðstöð Kópavogs eða í 441 9000.

Þegar þörf er á er unnið að snjóhreinsun, söltun eða söndun gatna og göngustíga nær allan sólarhringinn. Er það gert til að tryggja öryggi og til að íbúar og aðrir komist leiðar sinnar. 

Snjóhreinsun og hálkuvarnir á göngustígum byrjar við grunnskólana sem síðan er unnið út frá út í hverfin. Einnig eru aðalgöngustígar og eru þá  Kársnesstígur, Kópavogsdalur og Fossvogsdalur í forgangi.

Vinna hefst venjulega um klukkan fjögur að morgni en yfirferð á bænum tekur um það bil átta klukkustundir.

 

  • Forgangsröðun snjómoksturs

    Almennt er fyrst snjóhreinsað á aðalgötum og strætóleiðum og síðan er farið í íbúðahverfi. Snjóhreinsun á göngustígum byrjar við grunnskólana sem síðan er unnið út frá út í hverfin. Einnig eru aðalgöngustígar s.s. Kársnesstígur, Kópavogsdalur og Fossvogsdalur í forgangi.​ Sjá nánar í tengdu efni hér til hliðar

  • Sandur og salt

    Hægt er að koma með  ílát og fá salt og/eða sand endurgjaldslaust í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar að Askalind 5 og einnig á fjölmörgum stöðum þar sem saltkistur bæjarins má finna. Upplýsingar um staðsetningu kistnanna er hægt að nálgast á hér.

Síðast uppfært 27. mars 2019