Þjónustumiðstöð Kópavogs hefur umsjón með snjómokstri, hálkueyðingu og annari hreinsun gatna og stíga. Ábendingar skulu berast Þjónustumiðstöð Kópavogs eða í 441 9000.
Þegar þörf er á er unnið að snjóhreinsun, söltun eða söndun gatna og göngustíga nær allan sólarhringinn. Er það gert til að tryggja öryggi og til að íbúar og aðrir komist leiðar sinnar.
Snjóhreinsun og hálkuvarnir á göngustígum byrjar við grunnskólana sem síðan er unnið út frá út í hverfin. Einnig eru aðalgöngustígar og eru þá Kársnesstígur, Kópavogsdalur og Fossvogsdalur í forgangi.
Vinna hefst venjulega um klukkan fjögur að morgni en yfirferð á bænum tekur um það bil átta klukkustundir.