Framlag til sjálfstætt starfandi grunnskóla 2022.
Framlög vegna námsvistar
Kópavogsbær greiðir framlag til sjálfstætt starfandi grunnskóla vegna nemenda sem þar stunda nám skv. 2. gr. reglugerðar nr. 1270/2016.
Skilyrði fyrir greiðslu framlags er að nemandi eigi lögheimili í Kópavogi og fyrir liggi samþykki fyrir námsvist í viðkomandi skóla.
Framlög til sjálfstætt starfandi grunnskóla eru greidd mánaðarlega í 9,5 mánuði á ári, þar sem miðað er við að vorönn sé 5,25 mánuðir og haustönn 4,25 mánuðir. Fjárhæð framlags er skv. 3. gr. reglugerðarnr. 1270/2016 þar sem miðað er við 75% af áætluðum meðalrekstrarkostnaði á hvern nemanda í
grunnskóla sem Hagstofa Íslands gefur út.
Upplýsingar um áætlaðan meðalrekstrarkostnað á hvern nemanda í grunnskóla eru gefnar út mánaðarlega og birtar á vef Hagstofu Íslands.
Sækja þarf um framlag vegna námsvistar í sjálfstætt starfandi grunnskóla í gegnum Þjónustugátt Kópavogsbæjar.
Skilyrði fyrir greiðslu framlags er að nemandi eigi lögheimili í Kópavogi og hafi fengið samþykki fyrir námsvist í viðkomandi skóla. Sótt er um námsvist í Þjónustugátt Kópavogsbæjar.
Reglugerð 699/2012
Framlög vegna frístundar
Framlög vegna nemenda með lögheimili sem sækja frístund í einkaskólum.
Mánaðarleg framlög á hvern nemanda í frístund: 14.030 kr.
Skilyrði fyrir framlögum eru:
a. Að nemenda í lögheimili í Kópavogi og hafi sótt um og fengið samþykki fyrir námsvist í 1.-4. bekk í viðkomandi einkaskóla.
b. Að frístundastarfs sé samkvæmt markmiðum og viðmiðum Mennta- og menningarmálaráðuneytis um frístundaheimili fyrir 6-9 ára börn https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=a4015525-d4d3-4601-a6d0-0b464bc7d6df
c. Að nemendum í 1.-4. bekk standi til boða frístundaheimili sem hefur sambærilegan opnunartíma og frístund í Kópavogi: Frístund eftir skóla | Kópavogsbær (kopavogur.is)
Gjaldskráin tekur gildi 1. janúar 2022.
Samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs, nóvember 2021