Gjaldskrá Bílastæðasjóð gildir frá 1. nóvember 2018.
- Íbúar
- Börn og ungmenni
- Íþróttir & útivist
- Velferð
- Þjónusta
- Skipulagsmál
- Byggingarmál
- Samgöngur
- Umhverfi
- Menning
- Íbúaverkefni
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- þjónustugátt
- Ábendingar
Gjaldskrá Bílastæðasjóð gildir frá 1. nóvember 2018.
Gildir frá janúar 2023
Fyrir týnt eða skemmt gagn skal lánþegi greiða skaðabætur, auk dagsektanna, ef um þær er að ræða.
Heimilt er að skila "samskonar" gagni og sleppa greiðslu á skaðabótum, en greiða þarf dagsektir í öllum tilfellum.
Ef um ný gögn er að ræða (innan við tveggja ára) gildir innkaupsverð.
Álagning fasteignagjalda byggir á fasteignamati húsa og lóða í Kópavogi, sem tekur meðal annars mið af stærð þeirra, notkun og lóðarhlutastærð.
Álagningarstofninn er fenginn frá Þjóðskrá Íslands 31. desember ár hvert auk þess sem fasteignaskattur leggst á nýjar lóðir og ný mannvirki í hlutfalli við ársálagningu frá næstu mánaðarmótum eftir að þau eru skráð og metin í Fasteignaskrá.
Fasteignaskattur fellur niður næstu mánaðamót eftir að mannvirki er afskráð í Þjóðskrá Íslands. Byggingarfulltrúinn í Kópavogi sendir Þjóðskrá Íslands upplýsingar og gögn um nýbyggingar, viðbyggingar, eldri byggingar sem er breytt, hús sem eru rifin og aðrar viðeigandi upplýsingar. Eigendaskráning húsa og lóða er í höndum Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu og er hún í samræmi við þinglýst skjöl/gögn. Allar þessar upplýsingar eru notaðar við álagningu fasteignagjalda, leiðréttingar, reikningagerð og innheimtu sem fer fram hjá fjármála og stjórnsýslusviði Kópavogsbæjar.
Gjalddagar verða 8, fyrsti gjalddagi 1. febrúar, síðan 1. hvers mánaðar (mars - september). Eindagi er 30 dögum eftir gjalddaga. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga ef ekki er greitt fyrir eindaga. Ef gjöld eru samtals lægri en kr. 40.000 er um einn gjalddaga að ræða sem er 1. mars.
Vinsamlegast athugið að ekki verða sendir út greiðsluseðlar heldur verður einungis stofnuð krafa í heimabanka með sama hætti og áður. Engin breyting verður hjá þeim sem greitt hafa með boðgreiðslum eða í greiðsluþjónustu.
Ekki verða sendir álagningarseðlar á pappírsformi en hægt er að nálgast nýjustu álagningarseðla í Þjónustugátt Kópavogsbæjar og á ísland.is.
Veittur er 3% staðgreiðsluafsláttur ef gjöldin í heild eru greidd fyrir 17. febrúar 2023. Hægt er að ganga frá staðgreiðslu gjalda með því að draga 3% frá heildarálagningu gjaldanna og leggja inn á banka: 0130-26-74, kt. 700169- 3759.
Veittur verður afsláttur af fasteignaskatti til þeirra elli- og örorku-lífeyrisþega, sem búa í eigin íbúð, og er hann reiknaður út frá álagningu 2022 vegna skatttekna ársins 2021, þ.e. samtalan af stofni til útreiknings tekjuskatts og útsvars (reitur 2.7 og 2.8) og fjármagnstekjum samtals (reitur 3.10)
100% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur allt að 6.213.700 krónur.
Hjón með heildarárstekjur allt að 7.939.400 krónur.
75% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu frá 6.213.701 - 6.316.500 krónur.
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 7.939.401 – 8.353.900 krónur.
50% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu 6.316.501 – 6.420.400 krónur.
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 8.353.901 - 8.767.300 krónur.
25% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu 6.420.401 – 6.520.000 krónur.
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 8.767.301 - 9.180.700 krónur.
Álagning á atvinnuhúsnæði:
Fasteignaskattur er 1,42% af hús- og lóðamati, vatnsgjald 0,060% og holræsagjald 0,065%, lóðaleiga 180,00 kr. á m² og aukavatnsgjald 50 kr á m3.
Að öðru leyti vísast til samþykkta Bæjarstjórnar Kópavogs frá 22. nóvember 2022 og laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 ásamt síðari breytingum.
Álagning á sorphirðu- og eyðingargjaldi er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur einn mánuður frá álagningu. Álagning fasteignaskatts er kæranleg til yfirfasteignamatsnefndar og skal kæra borin fram innan þriggja mánaða frá álagningu.
Félög og félagasamtök, sem eru fasteignaeigendur í Kópavogi og í húsnæðinu fer eingöngu fram starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni, svo sem menningar-, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi og mannúðarstörf, eiga þess kost að sækja um styrki til greiðslu fasteignaskatts af viðkomandi fasteign.
Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts.
Nánari upplýsingar er hægt að nálgast í síma 441 0000 og fyrirspurnir má senda á netfangið : thjonustuver@kopavogur.is.
Framlög til sjálfstætt starfandi grunnskóla 2023
Framlög vegna námsvistar
Kópavogsbær greiðir framlag til sjálfstætt starfandi grunnskóla vegna nemenda sem þar stunda nám skv. 2. gr. reglugerðar nr. 1270/2016.
Skilyrði fyrir greiðslu framlags er að nemandi eigi lögheimili í Kópavogi og fyrir liggi samþykki fyrir námsvist í viðkomandi skóla.
Framlög til sjálfstætt starfandi grunnskóla eru greidd mánaðarlega í 9,5 mánuði á ári, þar sem miðað er við að vorönn sé 5,25 mánuðir og haustönn 4,25 mánuðir. Fjárhæð framlags er skv. 3. gr. reglugerðar nr. 1270/2016 þar sem miðað er við 75% af áætluðum meðalrekstrarkostnaði á hvern nemanda í grunnskóla sem Hagstofa Íslands gefur út.
Upplýsingar um áætlaðan meðalrekstrarkostnað á hvern nemanda í grunnskóla eru gefnar út mánaðarlega og birtar vef Hagstofu Íslands.
Sækja þarf um framlag vegna námsvistar í sjálfstætt starfandi grunnskóla í gegnum Þjónustugátt Kópavogsbæjar.
Framlög vegna frístundar
Framlög vegna nemenda með lögheimili í Kópavogi sem sækja frístund í einkaskólum.
Mánaðarleg framlög á hvern nemanda í frístund: 15.010 kr.
Skilyrði fyrir framlögum eru:
https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=a4015525-d4d3-4601-a6d0-0b464bc7d6df
Gjaldskráin tekur gildi 1. janúar 2023
Samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs, nóvember 2022
Gjaldskrá gildir frá janúar 2023
Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir að greiða framlag í 11 mánuði á ári vegna dvalar barna í sjálfstætt starfandi leikskólum. *Ekki er greitt fyrir sumarleyfismánuði, júlí eða ágúst.
Skilyrði fyrir greiðslu framlags vegna barna í sjálfstætt starfandi leikskóla eru eftirfarandi:
Framlög til sjálfstætt starfandi leikskóla taka mið af viðmiðunargjaldskrá Sambands íslenskra sveitarfélaga. Viðmiðunargjaldskráin sýnir brúttótölur og frá þeim dragast leikskólagjöld viðkomandi leikskóla. Ef leikskólagjöld viðkomandi leikskóla eru lægri en leikskóla Kópavogs skal miða við leikskólagjöld Kópavogs við útreikning framlags.
Framlög eru greidd samkvæmt reikningi þar sem fram kemur nafn barns, kennitala, heimilisfang, leikskólagjöld og dvalartími ásamt staðfestingu foreldris/forráðamanns.
Greiðslur geta hafist þegar barn hefur náð tíu mánaða aldri en sex mánaða aldri ef foreldri einstætt.
Einstæðir foreldrar, námsmenn þar sem báðir foreldrar eru í fullu námi og öryrkjar með metna örorku (75% eða meira) greiða lægra gjald og er framlag Kópavogsbæjar því hærra í þeim tilvikum.
Námsmenn þurfa að framvísa vottorði til staðfestingar um námsárangur eftir hverja önn og er afsláttur leiðréttur eftirá fyrir hverja önn. Afsláttur til námsmanna gildir ekki 1. júní til 31. ágúst, nema foreldrar séu í fullu sumarnámi.
Samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs, nóvember 2023
Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir að greiða mánaðarlega í ellefu mánuði á ári framlag vegna dvalar barna hjá dagforeldri. *Ekki er greitt fyrir sumarleyfismánuði, júlí eða ágúst.
Skilyrði fyrir greiðslu framlags vegna barns hjá dagforeldri eru eftirfarandi:
Greiðslur geta hafist þegar barn hefur náð tíu mánaða aldri en sex mánaða aldri ef foreldi er einstætt.
Einstæðir foreldrar, námsmenn þar sem báðir foreldrar eru í fullu námi og öryrkjar með metna örorku 75% eða meira greiða lægra gjald og er framlag Kópavogsbæjar því hærra í þeim tilvikum.
Námsmenn þurfa að framvísa vottorði til staðfestingar um námsárangur eftir hverja önn og er afsláttur leiðréttur eftirá fyrir hverja önn. Afsláttur til námsmanna gildir ekki 1. júní til 31. ágúst, nema foreldrar séu í fullu sumarnámi.
Kópavogsbær veitir 50% systkinaafslátt með öðru barni og 75% vegna þriðja barns ef um er að ræða systkini í dvöl hjá dagforeldri.
Framlög vegna dvalar barna hjá dagforeldrum miðast við neðangreindar gjaldskrár. Annarsvegar eru framlög vegna barna að 15 mánaða aldri og hins vegar framlög vegna barna 15 mánaða og eldri. Miðað er við mánuðinn sem barnið verður 15 mánaða.
Ný gjaldskrá tekur gildi 1. janúar 2023
Gjaldskrá tekur gildi 1. janúar 2023
Gjald miðast við byggingavísitölu ágúst 2022 (159,3)
Gildir frá janúar 2023
Gjaldið er innheimt með gíróseðli um hver mánaðarmót.
Gildir frá janúar 2023
Gildir frá 1. janúar 2023
Sækja þarf um vistun í frístund í gegnum þjónustugátt Kópavogsbæjar.
Breytingar á vistun eru einnig gerðar í gegnum sömu umsókn. Frestur til þess að segja upp áskrift og sækja um afslátt er til 20. hvers mánaðar. Breytingar taka gildi frá og með næstu mánaðarmótum á eftir. Afsláttur er ekki veittur afturvirkt.
Gildir frá 1. janúar 2023
Lægra gjald greiða einstæðir foreldrar, námsmenn þar sem báðir foreldrar eru í fullu námi og öryrkjar
með metna örorku (75% eða meira). Námsmenn þurfa að framvísa vottorði til staðfestingar um
námsárangur eftir hverja önn og er afsláttur leiðréttur eftirá fyrir hverja önn. Afsláttur til námsmanna
gildir ekki 1. júní til 31. ágúst, nema foreldrar séu í fullu sumarnámi. Öryrkjar þurfa að setja mynd af
örorkuskírteini sem viðhengi með umsókn.
Sótt er um framangreindan afslátt með því að fara inn í „Umsókn um frístund“ í þjónustugátt. Þegar
komið er inn í Völu kerfið er hægt að sækja um afslátt.
Systkinaafsláttur
Systkinaafsláttur er 30% af dvalargjaldi fyrir annað barn, en 75% af dvalargjaldi fyrir þriðja barn og
100% fyrir fjórða barn eða fleiri. Systkinaafsláttur er einnig veittur ef yngra systkini er í leikskóla eða ef
Kópavogsbær greiðir framlag vegna dvalar systkinis hjá dagforeldri. Systkinaafsláttur reiknast af
dvalargjaldi eldri systkina. Systkinaafsláttur reiknast einnig af lægra gjaldi. Ekki er veittur afsláttur af
matargjaldi.
Ekki þarf að sækja sérstaklega um systkinaafslátt þar sem hann reiknast sjálfkrafa í skráningarkerfinu Völu
sem heldur utan um skráningar barna hjá dagforeldrum sem og í leikskóla og frístund.
Gjaldskrá tekur gildi 1. janúar 2023.
Samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs, nóvember 2022
Frestur til þess að sækja um , breyta og eða segja upp áskrift er til 20. hvers mánaðar. Breytingar taka gildi frá og með næstu mánaðarmótum á eftir.
Breytingar er ekki veittar afturvirkt.
Gjöld eru ekki felld niður vegna fjarveru svo sem veikindi hjá nemendum.
Gjaldskrá tekur gildi frá 1. janúar 2023
Samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs, nóvember 2022
*Grunngjald - Verð á tímanum seint á kvöldin er lægra
Samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs, nóvember 2022
Janúar 2023
Kórinn - skilgreindir tímar
A-tímar: kl: 20:00 til 21:00 í miðri viku og laugardaga 12:00 til 16:00.
B-tímar: kl: 21:00 til 22:00 í miðri viku og laugardaga 16:00 til 19:00 og sunnudaga 13:00 til 19:00
C-tímar: kl: 22:00 til 23:00 í miðri viku (án sturtu) og sunnudaga eftir kl 19:00
Fífan - skilgreindir tímar
A-tímar: kl: 20:00 til 21:00 í miðri viku
B-tímar: kl: 21:00 til 22:00 í miðri viku og um helgar til 19:00 á sunnudag
C-tímar: kl: 22:00 til 23:00 í miðri viku (án sturtu) og sunnudaga eftir kl 19:00
Gjaldskrá tekur gildi 1. janúar 2023
Hljóðfæraleiga
Nemendur geta fengið leigð þau hljóðfæri sem þeir læra á. Þó er hvatt til þess að nemendur eignist sín eigin hljóðfæri fyrr en síðar.
Skólagjöld innheimtast með greiðsluseðlum í upphafi hverrar annar.
Gjaldskrá tekur gildi 1. janúar 2023.
Gildir frá 1. janúar 2023
Punktakort er handhafakort
Gjald miðast við byggingavísitölu ágúst 2022
Byggingavatn er ekki lagt né tengt á framkvæmdasvæði nema búið sé að greiða tengigjöld vatnsveitu.
Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt breytingar á gjöldum leikskóla frá 1. janúar 2023.
Grunngjald v/ 8 stunda dvalar eða minna verður kr. 3.458,- fyrir hverja klukkustund á mánuði. Gjald fyrir hádegisverð verður kr. 7.780,- á mánuði og gjald fyrir síðdegishressingu kr. 2.682-. Gjald fyrir full fæði verður 10.462, á mánuði. Gjald fyrir fyrstu hálfu stund umfram 8, verður kr. 5.657,- á mánuði. Fyrir næstu hálfu stund kr. 11.321.
Lægra gjald greiða einstæðir foreldrar, námsmenn þar sem báðir foreldrar eru í fullu námi og öryrkjar með metna örorku (75% eða meira).
Hægt er sækja um ofangreinda afslætti með því að opna "umsókn um leikskóla" í þjónustugátt. Endurnýja þarf umsókn um afslætti fyrir upphaf hvers skólaárs eða fyrir 1. september ár hvert.
Námsmenn þurfa að framvísa vottorði til staðfestingar um námsárangur eftir hverja önn og er þá afsláttur leiðréttur eftirá fyrir hverja önn. Afsláttur til námsmanna gildir ekki 1. júní til 31. ágúst, nema foreldrar séu í fullu sumarnámi.
Lægra grunngjald v/8 stunda dvalar eða minna verður 2.421,- fyrir hverja klukkustund á mánuði, Gjald fyrir hádegisverð verður 7.780,- á mánuði og gjald fyrir síðdegishressingu 2.682,-. Gjald fyrir full fæði verður 10.462,- á mánuði. Gjald fyrir fyrstu hálfu stund umfram 8, verður kr. 3.960,- á mánuði,-. Fyrir næstu hálfu stund kr.7.923,-.
Systkinaafsláttur
Systkinaafsláttur er 30% af dvalargjaldi fyrir annað barn, en 100% af dvalargjaldi fyrir þriðja
barn eða fleiri. Systkinaafsláttur gildir einnig ef yngra systkini fær greidd framlög frá Kópavogsbæ vegna dvalar hjá dagforeldri. Systkinaafsláttur reiknast af dvalargjaldi eldri systkina. Systkinaafsláttur reiknast einnig af lægra gjaldi. Ekki er veittur afsláttur af matargjaldi. Ekki þarf að sækja um systkinaafslátt.
Ný gjaldskrá tekur gildi 1. janúar 2023.
Janúar 2023
Sækja skal um stöðuleyfi til byggingarfulltrúa til að láta eftirfarandi lausafjármuni standa lengur en tvo mánuði utan þeirra svæða sem sérstaklega eru skipulögð og ætluð til geymslu slíkra lausafjármuna. Stöðuleyfi er mest veitt til 12 mánaða.
Sækja þarf um fyrir : Frístundahús í smíðum ætlað til flutnings, Gáma, Stór samkomutjöld, Hjólhýsi, Torgasöluhús, Báta o.fl.