Ferill byggingarleyfisumsóknar

Það að sækja um byggingarleyfi er getur verið flókið fyrir þá sem ekki gera það oft. Hér að neðan eru leiðbeiningar hvernig þú ferð að skref fyrir skref:

 

1. Sækir um á Þjónustugátt

Þeir sem geta sótt um eru eigendur eða hönnunarstjórar í umboði þeirra.

- Það sem þú þarft að láta fylgja umsókn er upplýsingar um lóð, lýsing á þeirri framkvæmd sem fyrirhuguð er, teikningar og önnur gögn sem þú telur að auðveldi okkur vinnslu umsóknar þinnar.

- Greiða þarf þjónustu gjald og má sjá upphæð þess í gjaldskrá hér að neðan.

- Strax í þessu skrefi hetur eigandi tilkynnt um ráðningu hönnuðar á verkið í gegnum Þjónustugátt

Umsóknareyðublöð má nálgast hér

 

2. Umsókn er tekin fyrir af starfsfólki byggingarfulltrúa.

-  Ef gögn vantar eða þau ófullnægjandi komum við til með að láta  hönnuðinn vita.

- Fundað er aðra hverja viku og eru mál þá tekin fyrir.

- Ef gerðar eru athugasemdir fær hönnuður verksins tölvupóst um að skila inn leiðréttingum gögnum eða viðbótum.

- Ef þau gögn berast ekki innan 12 mánuða er umsókn feld niður og teikningum fargað.

 

3. Samþykki byggingarfulltrúa

- Um leið og við höfum samþykkt byggingaráform þín færðu sendan tölvupóst með upplýsingum um næstu skref. Í tölvupóstinum kemur fram hverju þarf að skila inn og hvaða gjöld ber að greiða.

- Eigandinn fær inn á heimabanka sinn kröfu um að greiðslu þeirra gjalda sem greiða þarf.

- Eigandinn þarf að fara inn á Þjónustugátt og tilkynna ráðningu hönnuðar á verk.

- Farið er inn á Þjónustugátt Kópavogsbæjar og skila skal þar inn séruppdráttum  hönnuða. Aðaluppdrættir og önnur gögn þurfa einnig að skilast rafrænt inn á Þjónustugátt.

 

4. Skráning byggingarstjóra og iðnmeistara

- Skrá skal  byggingarmeistara á verkið, er það gert í gegnum þjónustugátt.

- Byggingarstjóri fer inn á þjónustugátt og skráir þar inn þá iðnmeistarar sem að verkinu koma.

- Iðnmeistarar þurfa að staðfesta sig á verkið í gegnum Þjónustugátt.

 

5. Lokaúttekt framkvæmd

- Þegar framkvæmd er lokið er sótt um lokaúttekt í Þjónustugátt

- Starfsmaður byggingarfulltrúa mætir á svæðið og tekur út verkið.

- Að því loknu fær byggingarstjóri og eigandi sent lokaúttektarvottorð

 

Til hamingju með nýlokna framkvæmd!

Hvenær þarf ég ekki byggingarleyfi?

Þú þarft ekki byggingarleyfi ef að:

- Þú ert að sinna vilðhaldi innanhús, á lóðinni, við girðingar, á bílastæði eða í innkeyrslunni.

- Ert að smíða þér pall,

- Fyrir skjólveggi og girðingar (innan vissra marka)

- Fyrir smáhýsi sem ekki á að gista í eða hafa búsetu og það er að hámarki 15 fermetrar.

Nánári upplýsingar um hvenær þarf byggingarleyfi má nálgast í Byggingarreglugerð 2.3.5 gr.

Hvenær þarf ég byggingarleyfi?

Þú þarft byggingarleyfi ef þú ætlar að: 

 -Grafa grunn fyrir hús eða mannvirki, reisa það, rífa eða flytja hús.

- Breyta byggingu, burðarkerfi eða lagnakerfi húsnæðis.

- Breyta notkun húsnæðis, útliti þess eða formi.

Samþykktar teikningar byggingarfulltrúa

Kópavogsbær hefur nú þegar skannað inn flest allar samþykktar teikningar byggingarfulltrúa. Nú má nálgast þær á teglinum hér að neðan.

Tenging á teikningar

Gjaldskrár

Gatnagerðargjöld

Prenta gjaldskrá

Gatnagerðargjald er hlutfall af vísitöluhúsi samkvæmt útreikningi Hagstofu Íslands. 

Vísitöluhús - desember 2025: 315.409 kr.

Samþykkta gjaldskrá má finna hér

Þjónusta
Upphæð
Einbýlishús (15%) - (pr. m² )
47.311 kr.
Rað- par, tvíbýli- og keðjuhús (15%) - (pr. m² )
47.311 kr.
Fjölbýlishús (10%) - (pr. m² )
31.541 kr.
Bílakjallari og rými neðanjarðar
25% af kr/m
Atvinnuhúsnæði (12%) - (pr. m² )
37.849 kr.
Aðrar byggingar (12%) - (pr. m² )
37.849 kr.

Gjald pr. úttekt

Þjónusta
Verð kr.
Gjald per úttekt
13.600 Kr.

Gjald fyrir fokheldisvottorð og fokheldisúttekt

Þjónusta
Verð kr.
Gjald fyrir fokheldisvottorð og fokheldisúttekt
42.200 Kr. á hús

Gjald fyrir lokaúttektarvottorð og lokaúttekt

Þjónusta
Verð kr.
Gjald fyrir lokaúttektarvottorð og lokaúttekt
42.200 Kr. á hús

Byggingarfulltrúa

Prenta gjaldskrá

Gjaldskrá uppfærð desember 2025 í samræmi við byggingarvísitölu (nóvember 2025: 201,8)

Samþykkta gjaldskrá má finna 

Byggingarréttargjald

Þjónusta
Upphæð
Einbýlishús (m² húss )
41.394 kr.
Raðhús, parhús, tvíbýlishús og keðjuhús (m² húss )
44.840 kr.
Fjölbýli (m² húss )
55.188 kr.
Fjölbýli í vesturbæ (m² húss )
68.986 kr.
Atvinnuhúsnæði (m² lóðar )
18.972 kr.
Annað húsnæði (m² lóðar )
13.904 kr.

Byggingarleyfisgjald

Þjónusta
Upphæð
Afgreiðslugjald
17.183 kr.
Rúmmetragjald fyrir öll hús (m³ )
153 kr.

Úttektir og útgáfa vottorða

Þjónusta
Upphæð
Fokheldisúttekt og fokheldisvottorð
49.392 kr.
Öryggisúttekt
49.392 kr.

Aukagjald fyrir þriðju yfirferð gagna frá hönnuðum

Aukagjald fyrir hverja þriðju yfirferð á gögnum frá hönnuði
Upphæð
Einbýlishús, raðhús og tvíbýlishús
15.700kr.
Fjölbýlishús, allt að 4 íbúðum
24.300 kr.
Fjölbýlishús, 5 íbúðir eða fleiri
46.600 kr.
Atvinnuhúsnæði og annað
46.600 kr.

Lokaúttekt og lokaúttektarvottorð

Þjónusta
Upphæð
Einbýlishús, raðhús og tvíbýlishús
49.392 kr.
Fjölbýlishús 5 íbúðir eða fleiri
87.986 kr.
Endurtekin úttekt
24.697 kr.

Endurtekin lokaúttekt

Þjónusta
Upphæð
Aukagjald fyrir þriðju yfirferð, eða fleiri á gögnum:
Einbýlishús, raðhús og tvíbýlishús
16.036 kr.
Fjölbýlishús allt að 4 íbúðir
25.014 kr.
Fjölbýlishús 5 eða fleiri íbúðir
48.109 kr.
Atvinnuhúsnæði og annað
48.109 kr.
Afgreiðslugjald pr áfanga- og stöðuúttekt
14.967 kr.
Veðbókarvottorð v. niðurrifs
2.566 kr.

Stöðuskoðun

Þjónusta
Upphæð
Einbýlishús, raðhús og tvíbýlishús
44.902 kr.
Fjölbýlishús allt að 4 íbúðir
44.902 kr.
Fjölbýlishús 5 eða fleiri íbúðir
62.434 kr.
Atvinnuhúsnæði og annað
62.434 kr.

Yfirferð eignaskiptasamninga og teikninga

Þjónusta
Upphæð
Eignaskiptayfirlýsing - umfangsmikil
67.994 kr.
Eignaskiptayfirlýsing - umfangslítil allt að 4 íbúðir
44.902 kr.
Viðaukar/fylgiskjöl með eignaskiptayfirlýsingu
16.036 kr.
Endurtekin yfirferð teikninga v. eignaskiptayfirlýsingar (fleiri en þrjú skipti
16.036 kr.

Stöðuleyfi

Þjónusta
Upphæð
Afgreiðslugjald
17.200 kr.
Stöðuleyfi skv.gr. 2.6 í bgrgl 2-12 mán
44.160 kr.

Tengigjald fráveitu

Þjónusta
Upphæð
Tvöföld lögn að lóðarmörkum 150 mm (per lóð)
493.921 kr.

Stofngjald vatnsveitu

Þjónusta
Upphæð
Grunngjald - 32 mm heimæðar
522.233 kr.
Viðbótargjald fyrir heimæð umfram 30m (pr. metra)
7.694 kr.
40 mm heimæðar - viðbótargjald á grunngjald
127.583 kr.
Viðbótargjald fyrir heimæð umfram 30m (pr. metra)
10.958 kr.
50 mm heimæðar - viðbótargjald á grunngjald
326.435 kr.
Viðbótargjald fyrir heimæð umfram 30m (pr. metra)
12.132 kr.
63 mm heimæðar- viðbótargjald á grunngjald
608.675 kr.
Viðbótargjald fyrir heimæð umfram 30m (pr. metra)
13.419 kr.
90 mm heimæðar - viðbótargjald á grunngjald
1.250.130 kr.
Viðbótargjald fyrir heimæð umfram 30m (pr. metra)
24.310 kr.
110 mm heimæðar - viðbótargjald á grunngjald
1.677.768 kr.
Viðbótargjald fyrir heimæð umfram 30m (pr. metra)
40.929 kr.
180 mm heimæð - viðbótargjald á grunngjald
3.691.090 kr.
Viðbótargjald fyrir heimæð umfram 30m (pr. metra)
90.043 kr.
Daggjald fyrir byggingarvatn
215 kr.

Síma og viðtalstími

Skrifstofa byggingarfulltrúa.
Hægt er að bóka símtal við starfmenn byggingarfulltrúa, bóka samtal.
Viðtalstími þriðjudaga frá kl. 11 - 12 á Digranesvegi 1, það þarf að bóka fyrirfram, bóka viðtal.
Netfang þeirra er: byggingarfulltrui(hja)kopavogur.is
Hægt er að nálgast teikningar inná kortavef Kópavogs.