Byggingarfulltrúi

Byggingarfulltrúi sinnir m.a. leyfisveitingum vegna byggingarframkvæmda og sinnir eftirliti með mannvirkjum í landi bæjarins.

Umsókn um byggingarleyfi

Umsókn um byggingarleyfi eða -áform eru send rafrænt til byggingarfulltrúa í gegnum Þjónustugátt. Þeim þurfa að fylgja aðalteikningar og önnur hönnunargögn, þ.m.t. tilkynning um hver verði hönnunarstjóri mannvirkisins.

Óheimilt er að grafa grunn fyrir mannvirki, reisa það, rífa eða flytja, breyta því, burðarkerfi þess eða lagnakerfum eða breyta notkun þess, útliti eða formi nema að fengnu leyfi byggingarfulltrúa.

Nálgast má allar umsóknir til byggingarfulltrúa á Þjónustugátt. Hægt er að tengjast henni hér að neðan

Þjónustugátt

Samþykktar teikningar byggingarfulltrúa

Unnið hefur verið að því að skanna teikningar byggingarfulltrúa og má nálgast þær hér að neðan.

Tenging á teikningar

Afgreiðsla byggingarleyfa

  • Með rafrænni umsókn um byggingarleyfi þarf að fylgja aðaluppdráttur og tilkynning um hönnunarstjóra.
  • Til að hægt sé að ganga frá útgáfu byggingarleyfis þarf að skila eftirfarandi umsóknum á Þjónustugátt Kópavogsbæjar:
    • Umboð eða samþykki byggingarstjóra að verki.
    • Rafræn tilkynning byggingarstjóra um iðnmeistara og samþykki iðnmeistara.
    • Allir aðal- og séruppdrættir þurfa að vera samþykktir og búið að ganga frá greiðslu gjalda.

Útgáfa byggingarleyfis

Eftir að aðal- og séruppdrættir (allir uppdrættir) haf verið samþykktir, gjöld verið greidd, byggingarstjóri og iðnmeistarar samþykkt ábyrgð sína er hægt að panta útmælingu húss. Þegar útmælingum er lokið er leyfilegt að hefja framkvæmdir.

Byggingarstjóraskipti þarf að samþykkja ábyrgð sína. Meistaraskipti eru tilkynnt af byggingarstjóra á Þjónustugátt.

Hljóðvarnarstyrkir

Íbúar við eftirfarandi götur geta sótt um styrk vegna hávaða frá bílaumferð að uppfylltum skilyrðum um hávaðamengun innan íbúða. Styrkurinn felst í útskiptingu glers þar sem hávaði nær viðmiðunarmörkum.

  • Ásbraut
  • Helgubraut
  • Vogatungu
  • Hlíðarveg

Einungis þinglýstir eigendur geta sótt um styrkinn. Hægt er að sækja um styrkina milli 1. og 15. janúar ár hvert. Umsóknina má nálgast hér.

Reglur um styrk til útskiptingar má nálgast hér.

Gjaldskrár

Gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald og tengd gjöld

Prenta gjaldskrá

Desember 2023

Gatnagerðargjald

Gjald miðast við byggingavísitölu desember 2023 (186,9)

Tegund húsnæðis
Kr./m² húss
Byggingarkostnaður vísitöluhúss
300.055
Einbýlishús
45.008
Rað-, par-, tvíbýli- og keðjuhús
36.007
Fjölbýlishús, 5 íbúðir eða fleiri
25.205
Atvinnuhúsnæði, verslun eða þjónusta
30.006
Aðrar byggingar
30.006

Byggingarréttargjald

Tegund húsnæðis
Kr./m² húss
Einbýlishús
38.375 Kr./m² húss
Raðhús, parhús, tvíbýlishús og keðjuhús
41.571 Kr./m² húss
Fjölbýli
51.164 Kr./m² húss
Fjölbýli í vesturbæ
63.956 Kr./m² húss
Tegund húsnæðis
Kr./m² lóðar
Atvinnuhúsnæði
17.588 Kr./m² lóðar
Atvinnuhúsnæði
12.972 Kr./m² lóðar
Hesthús á Kjóavöllum
4.316 Kr./m² lóðar
Annað húsnæði
12.762 Kr./m² lóðar

Byggingarleyfisgjald

Þjónusta
Verð kr.
Gjald fyrir öll hús
144 Kr./m³ húss
Lágmarks afgreiðslugjald
16.522 Kr.

Mælingagjald

Þjónusta
Verð kr.
Mælingagjald
77.100 Kr. á hús

Gjald pr. úttekt

Þjónusta
Verð kr.
Gjald per úttekt
13.600 Kr.

Gjald fyrir fokheldisvottorð og fokheldisúttekt

Þjónusta
Verð kr.
Gjald fyrir fokheldisvottorð og fokheldisúttekt
42.200 Kr. á hús

Gjald fyrir lokaúttektarvottorð og lokaúttekt

Þjónusta
Verð kr.
Gjald fyrir lokaúttektarvottorð og lokaúttekt
42.200 Kr. á hús

Lóðarleiga

Tegund lóða
Kr./m² lóðar
Íbúðahúsalóðir
21,43
Atvinnuhúsalóðir
180,00
Lækjarbotnaland
21,43

Síma og viðtalstími

Skrifstofa byggingafulltrúa 
Símatími frá kl. 10 - 11  alla virka daga í síma 441 0000
Viðtalstími kl. 11 - 12 mánudaga - fimmtudaga á Digranesvegi 1 
Hægt er að nálgast teikningar inná kortavef Kópavogs.
Ef teikning finnst ekki á kortavefnum má senda beiðni á netfnagið byggingar@kopavogur.is þar tekið er fram nákvæmlega hvaða teikningu er óskað er eftir. Byggingafulltrúi gefur sér 1-2 virka daga til að afgreiða beiðnir.

Nánari upplýsingar

Allar nánari upplýsingar gefur starfsfólk byggingarfulltrúa í síma 441 0000 eða á byggingafulltrui(hjá)kopavogur.is

Allar gjaldskrár Kópavogsbæjar eru birtar með fyrirvara um villur.