- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fólk með fötlun
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Umsókn um byggingarleyfi eða -áform eru send rafrænt til byggingarfulltrúa í gegnum Þjónustugátt. Þeim þurfa að fylgja aðalteikningar og önnur hönnunargögn, þ.m.t. tilkynning um hver verði hönnunarstjóri mannvirkisins.
Óheimilt er að grafa grunn fyrir mannvirki, reisa það, rífa eða flytja, breyta því, burðarkerfi þess eða lagnakerfum eða breyta notkun þess, útliti eða formi nema að fengnu leyfi byggingarfulltrúa.
Nálgast má allar umsóknir til byggingarfulltrúa á Þjónustugátt. Hægt er að tengjast henni hér að neðan
Samþykktar teikningar byggingarfulltrúa
Unnið hefur verið að því að skanna teikningar byggingarfulltrúa og má nálgast þær hér að neðan.
Afgreiðsla byggingarleyfa
Útgáfa byggingarleyfis
Eftir að aðal- og séruppdrættir (allir uppdrættir) haf verið samþykktir, gjöld verið greidd, byggingarstjóri og iðnmeistarar samþykkt ábyrgð sína er hægt að panta útmælingu húss. Þegar útmælingum er lokið er leyfilegt að hefja framkvæmdir.
Byggingarstjóraskipti þarf að samþykkja ábyrgð sína. Meistaraskipti eru tilkynnt af byggingarstjóra á Þjónustugátt.
Hljóðvarnarstyrkir
Íbúar við eftirfarandi götur geta sótt um styrk vegna hávaða frá bílaumferð að uppfylltum skilyrðum um hávaðamengun innan íbúða. Styrkurinn felst í útskiptingu glers þar sem hávaði nær viðmiðunarmörkum.
Einungis þinglýstir eigendur geta sótt um styrkinn. Hægt er að sækja um styrkina milli 1. og 15. janúar ár hvert. Umsóknina má nálgast hér.
Gjald miðast við byggingavísitölu desember 2023 (186,9)
Skrifstofa byggingafulltrúa
Símatími frá kl. 10 - 11 alla virka daga í síma 441 0000
Viðtalstími kl. 11 - 12 mánudaga - fimmtudaga á Digranesvegi 1
Hægt er að nálgast teikningar inná kortavef Kópavogs.
Ef teikning finnst ekki á kortavefnum má senda beiðni á netfnagið byggingar@kopavogur.is þar tekið er fram nákvæmlega hvaða teikningu er óskað er eftir. Byggingafulltrúi gefur sér 1-2 virka daga til að afgreiða beiðnir.
Allar nánari upplýsingar gefur starfsfólk byggingarfulltrúa í síma 441 0000 eða á byggingafulltrui(hjá)kopavogur.is
Allar gjaldskrár Kópavogsbæjar eru birtar með fyrirvara um villur.
Takk fyrir! Ábending þín er móttekin