Heimili

Byggð í Kópavogi nær frá Kársnesi að Vatnsenda og eru íbúar um 41.000.
Bærinn hefur stækkað og íbúum fjölgað jafnt og þétt á undanförnum árum. Húsagerðir eru fjölbreyttar, frá fjölbýlishúsum af ýmsum toga til einbýlishúsa. Bærinn er í stöðugri þróun og uppbyggingu og þjónusta Kópavogsbæjar við heimilin er í sífelldri þróun og breytingu.