Símaráðgjöf

Ráðgjafar Áttunnar veita foreldrum símaráðgjöf varðandi hegðun barns.

Hægt er að óska eftir símaviðtali hjá ráðgjafa Áttunnar með því að senda tölvupóst á netfangið attan(hjá)kopavogur.is gefa þarf upp nafn og símanúmer og ráðgjafi mun hafa samband innan tveggja virkra daga.

Viðtöl fyrir foreldra

Foreldrar barna með vægan hegðunarvanda geta sótt um að fá allt að 6 stuðningsviðtöl hjá ráðgjafa Áttunnar á skrifstofu velferðarsviðs. Áhersla er á að kenna foreldrum aðferðir við að; fá barn í samvinnu, styrkja tengsl og búa til rútínur. Nokkurra mánaða bið er eftir viðtölum.

Umsókn um viðtöl hjá ráðgjafa í Áttunni

Áttan uppeldisráðgjöf

Áttan -uppeldisráðgjöf hentar þeim foreldrum sem óska eftir lengri vinnslu en nokkur viðtöl. Ráðgjafar Áttunnar hitta foreldra vikulega og vinna markvisst með foreldum við að greina vanda fjölskyldunnar og að settum markmiðum. Vinnan varir að jafnaði í um 12-16 vikur og fer að mestu leiti fram á skrifstofu velferðarsviðs þar sem foreldrum eru kenndar leiðir til að beita heima. Í sumum tilfellum fara ráðgjafar einnig heim til foreldra. Áhersla er á að styrkja tengsl og samskipti foreldra og barns, fá barn í samvinnu og búa til rútínur.

Iðulega vinna starfsmenn Áttunnar í samvinnu með leik-og grunnskóla barns á meðan málið er í vinnslu.

Nokkurra mánaða bið er eftir þjónustu Áttunnar -uppeldisráðgjöf.

Ráðgjafar á velferðarsviði sækja um úrræðið í samvinnu við foreldra. Hægt er að panta viðtal við ráðgjafa á velferðarsviði Kópavogs í síma 441-0000.