Öldungaráð

Öldungaráð starfar í umboði bæjarráðs og er markmið þess að bæta þjónustu við aldraða. Ráðið er skipað sjö fulltrúum og jafnmörgum til vara, þrír þeirra eru pólitískir fulltrúar, þrír eru tilnefndir af Félagi eldri borgara í Kópavogi og einn er frá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins.

Hlutverk öldungaráðs er að vera formlegur vettvangur samráðs og samstarfs við bæjarstjórn og nefndir og ráð Kópavogsbæjar um hagsmuni aldraðra þar sem fjallað er um þjónustu við aldraða, framkvæmd hennar og þróun. Ráðið stuðlar þannig að skoðanaskiptum og miðlun upplýsinga milli aldraðra og bæjaryfirvalda um stefnu og framkvæmd í málefnum sem varða aldraða.

Markmiðið með starfi ráðsins er að bæta þjónustu við aldraða í Kópavogi með virkri aðkomu aldraðra að skipulagi og mótun þjónustunnar.

Ráðið fjallar ekki um málefni einstaklinga.

Síðast uppfært 17. nóvember 2023