- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fólk með fötlun
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Kópavogsbær hefur sett sér persónuverndarsamþykkt. Þá hefur allt starfsfólk undirritað trúnaðar- og þagnaryfirlýsingu og skuldbundið sig til að fara að ákvæðum laga um persónuvernd.
Vinnsla Kópavogsbæjar byggir nær eingöngu á lagaheimildum þar sem hún er talin nauðsynlegur þáttur í að veita íbúum þjónustu sem kveðið er á um í lögum.
Innkomuvöktun:
Skógarlind við brú á Reykjanesbraut, Fífuhvammsvegur við brú á Reykjanesbraut, Bæjarlind við Reykjanesbraut, Arnarnesvegur við Reykjanesbraut, Vatnsendahvarf við Breiðholtsbraut, Vífilstaðavegur Kópavogsbraut við Sunnuhlíð, Borgarholtsbraut við Hamraborg, Kársnesbraut við Sæbólsbraut
Skólar:
Allir skólar eru komnir með myndavélar eða verið er að setja upp myndavélar við þá sem komast á gagnið 2021.
Einstaklingur á rétt á því að fá vitneskju um þá vinnslu sem á sér stað hjá Kópavogsbæ er varðar hann sjálfan. Er sá réttur eingöngu takmarkaður að því leyti sem kveðið er á um í lögum. Einstaklingur á rétt til aðgangs að persónuupplýsingum um sig og upplýsingum um eftirfarandi atriði er varða vinnsluna:
Upplýsingar eru að meginstefnu veittar án endurgjalds. Séu beiðnir frá einstaklingum augljóslega tilefnislausar eða óhóflegar, einkum vegna endurtekninga, er Kópavogsbæ heimilt að setja annað hvort upp sanngjarnt gjald með tilliti til kostnaðar við upplýsingagjöfina eða neita að verða við beiðninni og á einstaklingur þá rétt á rökstuðningi. Aðili máls á rétt á því að fá gögn sem hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan með þeim takmörkunum sem kveðið er á um í lögum.
Einstaklingur á rétt á að fá óáreiðanlegar persónuupplýsingar er varða hann sjálfan leiðréttar og láta fullgera ófullkomnar persónuupplýsingar, sbr. 20. gr. persónuverndarlaga.
Réttur til eyðingar á gögnum, sbr. 20. gr. persónuverndarlaga, gildir ekki um gögn sem Kópavogsbær varðveitir þar sem Kópavogsbæ er skylt að afhenda Héraðsskjalasafni öll gögn eftir ákveðin tíma, sbr. 14. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.
Ástæðan fyrir því að Kópavogsbær safnar persónuupplýsingum er sú að söfnun upplýsinganna er talin nauðsynleg til að uppfylla lagaskyldu og til að geta veitt einstaklingum þá þjónustu sem þeir eiga rétt á samkvæmt lögum. Kópavogsbær leiðbeinir einstaklingum við útfyllingu umsókna um þjónustu sem Kópavogsbær veitir, á þann hátt að einstaklingar sendi ekki inn óþarfar og/eða of ítarlegar persónuupplýsingar um sig eða aðra sem ekki er óskað eftir.
Einstaklingar geta í ákveðnum tilvikum krafist þess að Kópavogsbær takmarki vinnslu á persónuupplýsingum, sbr. 20. gr. persónuverndarlaga. Kópavogsbær mun í þeim tilvikum ekki nota umræddar persónuupplýsingar á meðan skoðað er hvort vinnsla sé heimil og/eða réttur til takmörkunar til staðar. Ef niðurstaðan er sú að upplýsingaöflun hafi verið of víðtæk eða persónuupplýsingar rangar er meðferð breytt í samræmi við niðurstöðu máls.
Almennt er einstaklingum heimilt að andmæla vinnslu persónuupplýsinga um sig vegna sérstakra aðstæðna sinna og þegar vinnslan er byggð á grundvelli e. eða f. liðar 1. mgr. 6. gr. persónuverndarreglurgerðar, sbr. 21. gr. persónuverndarlaga. Þessi réttur gildir að mjög takmörkuðu leyti um sveitarfélög, þar sem einstaklingur getur ekki andmælt vinnslu sem byggir á lagaskyldu. Hafi einstaklingur veitt samþykki fyrir vinnslu t.d. vegna myndatöku er honum heimilt að draga samþykki sitt til baka.
Almennt fer um flutning gagna samkvæmt lögum, sé um stjórnvöld að ræða. Réttur einstaklings til að flytja eigin gögn frá einum ábyrgðaraðila til annars er mjög takmarkaður hvað varðar opinbera aðila. Upplýsingar sem sveitarfélög safna falla almennt ekki undir hreyfanleika skjala samkvæmt 20. gr. persónuverndarlaga, en þar er kveðið á um að einstaklingur eigi rétt á því að fá persónuupplýsingar er varða hann sjálfan, ef unnið var með persónuupplýsingar með samþykki viðkomandi, vegna samnings eða með sjálfvirkum hætti. Vinnsla persónuupplýsinga hjá Kópavogsbæ byggist í langflestum tilvikum á lagaskyldu og því á rétturinn til að flytja eigin gögn almennt ekki við hvað varðar vinnslu persónuupplýsinga.
Hjá Kópavogsbæ eru ekki teknar sjálfvirkar ákvarðanir, sbr. 22. gr. persónuverndarlaga. Lagt er mat á hvert einstaklingsmál áður en ákvörðun er tekin.
Við vinnslu persónuupplýsinga einstaklinga á vegum Kópavogsbæjar telst bærinn vera ábyrgðaraðili í skilningi persónuverndarlaga. Hafa skal samband við persónuverndarfulltrúa Kópavogsbæjar vegna kvartana, athugasemda eða beiðna. Persónuverndarfulltrúi Kópavogsbæjar er með netfangið: personuvernd(hjá)kopavogur.is og í síma: 441 0000
Einstaklingur á rétt á að leggja inn kvörtun hjá Persónuvernd vegna vinnslu af hálfu Kópavogsbæjar telji hann vinnsluna andstæða ákvæðum persónuverndarlaga. Upplýsingar um Persónuvernd má finna hér. Sendi einstaklingur inn kvörtun skal Persónuvernd upplýsa kvartanda um framvindu og niðurstöðu kvörtunar.