- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fólk með fötlun
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Staðsetning garðlanda í Kópavogi:
Hluti garðlandanna á hverjum stað er hugsaður fyrir þá sem vilja rækta fjölært grænmeti, s.s. rabarbara, graslauk og aðra lauka, skessujurt o.fl. Þeir skikar eru ekki plægðir á hverju vori eins og hin garðlöndin, heldur verða leigjendur sjálfir að sjá um að stinga þau upp á vorin. Þeir sem óska eftir slíkum garði þurfa að taka það fram í umsókninni.
Garðlöndin verða afhent plægð og merkt um miðjan maí, ef veður leyfir, og eins og áður verður á staðnum komið fyrir skiltum sem sýna legu garða og lista yfir leigjendur. Á öllum stöðunum er aðgangur að vatni. Jafnframt verða verkfæri, s.s. skóflur, gafflar, hrífur, vatnskönnur og hjólbörur á staðnum, þó ekki sé hægt að tryggja að alltaf verði nóg fyrir alla. Leigjendur verða sjálfir að útvega sér áburð og plöntur.
Hægt er að sækja um garðlönd í þjónustugátt á kopavogur.is.
Börn á aldrinum 6-13 ára eiga kost á að rækta grænmeti í Skólagörðum Kópavogs. Nánari upplýsingar er að finna á skólagarðar Kópavogs.
Allar nánari upplýsingar gefur garðyrkjustjóri í síma 441 0000
Takk fyrir! Ábending þín er móttekin