- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Menntasvið skiptist í grunnskóladeild, leikskóladeild, frístundadeild, íþróttadeild, skrifstofu sviðsstjóra og rekstrardeild.
Menntasvið annast framkvæmd menntunar í Kópavogi. Undir sviðið fellur starfsemi leik- og grunnskóla, tónlistarskóla, frístundastarf og íþróttastarf. Hlutverk sviðsins er að vinna að menntun, velferð, forvörnum og heilbrigði barna og íbúa á ólíku aldursbili og tryggja þeim hvetjandi, skapandi og nærandi umhverfi til náms, óháð því hvort það fer fram í skóla eða í gegnum frístunda- og íþróttastarf. Menntun í Kópavogi byggir á stefnu stjórnvalda um Menntun fyrir alla, Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna í heildarstefnu Kópavogsbæjar.
Áhersla er lögð á að hlustað sé á raddir barna og ungmenna og þau hvött til áhrifa og ábyrgðar. Markvisst er unnið að því að skapa umhverfi menntunar sem gerir börnum og ungmennum kleift að rækta hæfileika sína og styrkleika, menntun sem stuðlar að andlegu, félagslegu og líkamlegu heilbrigði, og menntun sem byggir á áherslum sjálfbærrar þróunar.
Sviðsstjóri er Anna Birna Snæbjörnsdóttir.