Skipulagsráð

Skipulagsráð Kópavogs mótar heildarstefnu í skipulagsmálum og gerir tillögu til bæjarstjórnar þar um á grundvelli skipulagslaga. Skipulagsráð er skipað sjö fulltrúum ásamt áheyrnarfulltrúa og jafn mörgum til vara. 

Skipulagsráð er kosið til eins árs í senn á fundi bæjarstjórnar í júní. Bæjarstjórn kýs formann og varaformann.

Meðal verkefna skipulagsráðs auk stefnumörkunar í skipulagsmálum eru:

  • Vera bæjarstjórn sem og öðrum nefndum bæjarins til ráðuneytis á sviði skipulags- og byggingarmála.
  • Hafa frumkvæði að gerð skipulagstillagna og skipulagsskilmála.
  • Gera tillögur til bæjarstjórnar um götuheiti og númer húsa.
  • Afgreiða framkvæmdaleyfi.
  • Afgreiða erindi til bæjarstjórnar er varða húsfriðun.
  • Hafa yfirumsjón með upplýsingamiðlun og samráði við íbúa, félagasamtök og aðra hagsmunaaðila sem tengjast verkefnum ráðsins.
  • Gera tillögur að fjárhagsáætlun til bæjarstjórnar um útgjaldaliði skipulagsmála.
Síðast uppfært 14. mars 2024