Hjá vinnustaðnum Kópavogsbæ er áhersla lögð á að starfsumhverfi starfsfólks sé með sem allra bestum hætti. Á þriðja þúsund starfa hjá bænum á fjölmörgum starfsstöðvum.
Kópavogsbær er afar stór atvinnurekandi með yfir 2700 starfsmenn í fjölbreyttum störfum á starfsstöðvum um allan bæinn. Á sumrin bætist stór hópur ungmenna eldri en 18 ára við starfsmannahópinn. Þá tekur Vinnuskóli Kópavogs til starfa á sumrin en hann er fyrir 14-17 ára unglinga. Allir vinnustaðirnir miða að því að veita íbúum bæjarins sem allra bestu þjónustu og tryggja velferð íbúa Kópavogs. Mikil áhersla er lögð á að starfsumhverfi starfsmanna sé með sem allra bestum hætti og hefur verið leitast við að skapa umgjörð til að tryggja það.