Fréttir

Tilkynningar

Viðburðir

30.03.2023 kl. 10:00 - Bókasafn Kópavogs

Holl fæða með Ebbu Guðnýju

Ebba Guðný, heilsufyrirlesari og rithöfundur, fræðir foreldra um holla og næringarríka fæðu fyrir yngstu börnin. Foreldramorgnar eru frábært tækifæri fyrir foreldra og ung börn þeirra til að hittast og eiga rólega stund saman á safninu. Gestafyrirlesarar verða auglýstir þegar nær dregur. Fylgist með í Facebook-hópnum Foreldramorgnar | Bókasafn Kópavogs. Ókeypis aðgangur og öll velkomin.
01.04.2023 kl. 11:30 - Bókasafn Kópavogs

Lesið fyrir hunda

Bókasafn Kópavogs ásamt Vigdísi, vinum gæludýra á Íslandi, býður börnum að lesa fyrir hunda sem hafa fengið sérstaka þjálfun í að hlusta á upplestur. Skráning fer fram á bokasafn@kopavogur.is Viðburðurinn er hugsaður fyrir 5-12 ára börn sem eru byrjuð að lesa sjálf. Lestrarstundin er ekki ætluð börnum sem glíma við hundahræðslu heldur er markmiðið að auka öryggi við lestur, ekki síst hjá þeim sem eiga við lestrarörðugleika að stríða. Hundurinn hjálpar barninu að slaka á, gagnrýnir ekki lesturinn og leiðréttir ekki barnið.
01.04.2023 kl. 13:00 - Bókasafn Kópavogs

Páskasmiðja með Kristínu Dóru

Eigum saman notalega stund og föndrum litríka páskakransa. Kristín Dóra Ólafsdóttir myndlistarkona og listkennari leiðbeinir og allt efni verður á staðnum. Ókeypis aðgangur og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir. Fjölskyldustundir á laugardögum eru styrktar af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar. ***** Let's have a nice time together and make colorful Easter wreaths. Kristín Dóra Ólafsdóttir, visual artist and art teacher, guides and all material will be on site. Free admission and all are welcome while space allowsþ Family Saturdays are sponsored by Art and Culture Council of Kópavogur.
04.04.2023 kl. 19:30 - Bókasafn Kópavogs

Ungmennakvöld 13-17 ára

Bíó, borðspil og bugður fyrir 13-17 ára. Gamanþættir verður sýndir á hvíta tjaldinu í Huldustofu á 3. hæð. Snakk og gos í boði fyrir öll sem mæta! Ungmennakvöld verða alla þriðjudaga frá kl. 19:30-21:30 á aðalsafni. Safnið er lokað fyrir aðra gesti á ungmennakvöldum.
05.04.2023 kl. 14:00 - Bókasafn Kópavogs

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín hittist alla miðvikudaga á 2. hæð aðalsafns. Heitt á könnunni og allir velkomnir! Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Kaðlín | Bókasafn Kópavogs.
05.04.2023 kl. 16:00 - Bókasafn Kópavogs

Bókmenntaklúbburinn Hananú!

Bókmenntaklúbburinn Hananú! hittist í Huldustofu á 3. hæð aðalsafns.  Ertu 60+ ára? Annan hvern miðvikudag hittist á bókasafninu fremur siðprúður hópur fólks og ræðir hinar fögru orðlistir. Komið bara og gangið í bæinn, tölum um bækur – og Hananú! Fylgist með í Facebook-hópnum Bókmenntaklúbburinn Hananú | Bókasafn Kópavogs.
05.04.2023 kl. 12:15 - Bókasafn Kópavogs

12 mílur klukkan 12

Blaðamaðurinn, listamaðurinn og þjóðfélagsrýnirinn Gísli J. Ástþórsson er í brennidepli í hádegiserindi Stefáns Pálssonar sagnfræðings. Gísli var í senn fagmaður á sviði blaðamennsku og þúsundþjalasmiður sem daðraði við fjölda listgreina. Stefán rekur starfsferil Gísla og setur hann í samhengi við ýmsar breytingar á íslensku samfélagi og í fjölmiðlun – og húmorinn er aldrei langt undan.  Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.  Menning á miðvikudögum er styrkt af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar. Þann 5. apríl 2023 verða 100 ár liðin frá fæðingu Gísla J. Ástþórssonar og af því tilefni munu afkomendur hans í samvinnu við Bókasafn Kópavogs blása til sýningar um ævi hans og störf. Sýningin verður opnuð í fjölnotasal aðalsafns fimmtudaginn 16. mars.
11.04.2023 kl. 19:30 - Bókasafn Kópavogs

Ungmennakvöld 13-17 ára

Bíó, borðspil og bugður fyrir 13-17 ára. Gamanþættir verður sýndir á hvíta tjaldinu í Huldustofu á 3. hæð. Snakk og gos í boði fyrir öll sem mæta! Ungmennakvöld verða alla þriðjudaga frá kl. 19:30-21:30 á aðalsafni. Safnið er lokað fyrir aðra gesti á ungmennakvöldum.
12.04.2023 kl. 10:30 - Héraðsskjalasafn Kópavogs

Myndgreiningarmorgunn

Héraðsskjalasafnið ásamt Sögufélagi Kópavogs stendur fyrir myndgreiningarmorgnum opnum almenningi þar sem allir leggjast á eitt við að bera kennsl á myndefni úr fórum Héraðsskjalasafns. Leitast er við að svara spurningunum um það hverjir eru á myndinni, hvar myndin er tekin og hvenær. Oftar en ekki koma í kjölfarið fleiri upplýsingar og sögur sem auka enn á varðveislugildi myndanna. Ljósmyndaforði skjalasafnsins, sem að hluta til er birtur á myndavef, spannar tugþúsundir mynda en hluti þess er ekki fullskráður, ekki er vitað nákvæmlega hvað fyrir augu ber á þeim myndum. Nauðsynlegt er fyrir skjalasafnið að skrá sem best allar myndir sem það varðveitir og halda þeim þannig aðgengilegum til langframa. Með því er gildi myndanna haldið til haga. Myndgreiningarmorgnar eru öllum opnir í húsakynnum Héraðsskjalasafns Kópavogs að Digranesvegi 7. Hjólastólaaðgengi er að safninu og þeim sem koma akandi er bent á bílastæði við safnið og bílakjallarann við Hamraborg. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.
12.04.2023 kl. 14:00 - Bókasafn Kópavogs

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín hittist alla miðvikudaga á 2. hæð aðalsafns. Heitt á könnunni og allir velkomnir! Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Kaðlín | Bókasafn Kópavogs.
12.04.2023 kl. 12:15 - Gerðarsafn

Um ritskoðun og þöggun

Saga Rússlands endurtekur sig, ritskoðun og kúgun er ekki nýtt fyrirbæri í stærra samhengi, en það er nýtt fyrir núverandi kynslóð. Árið 2022 var það fimmta bylgja af fólksflutningi frá Rússlandi frá byrjun 20. aldar, margir þeirra eru menntamenn og listafólk. Natasha S mun segja frá örlögum rússneskra rithöfunda sem unnu í útlegð á 20. öldinni og sögum þeirra sem standa frammi fyrir svipuðum aðstæðum núna. Natasha S, ljóðskáld, þýðandi, blaðamaður og ritstjóri fjallar um menningu á tímum samþjöppunar og ritskoðunar. Fyrirlesturinn er haldinn í tengslum við sýninguna Að rekja brot ( Tracing Fragments) sem nú stendur yfir í Gerðarsafni. Um Natöshu S.Natasha S. flutti til Íslands frá Rússlandi árið 2012. Hún er menntuð í blaðamennsku og hefur skrifað greinar í lausamennsku um nýja heimaland sitt. Árið 2016 útskrifaðist hún frá Háskóla Íslands með BA-gráðu í íslensku sem annað mál og með sænsku sem aukagrein. Natasha S. hefur þýtt íslensk skáldverk á rússnesku, nú síðast Kviku eftir Þóru Hjörleifsdóttur. Hún ritstýrði safnriti ljóða skálda af erlendum uppruna, sem nefnist Pólífónía af erlendum uppruna, og var auk þess einn höfunda þess. Þá er hún annar tveggja ritstjóra að greinarsafni sem Bókmenntaborgin í Reykjavík gefur út á næsta ári. Hún hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir ljóðabókina Máltaka á stríðstímum sem kom út árið 2022 og er fyrsta ljóðabók hennar. Fyrirlestur Natöshu S. er hluti af hádegisviðburðaröð í tengslum við sýninguna Að rekja brot vorið 2023. Miðvikudagur 22.febrúar: „Þau vilja norræn andlit, norrænt hár og norræna list“. Sólveig Ásta Sigurðardóttir, bókmenntafræðingur Miðvikudagur 8. mars: (Ó)sýnileiki. Tengsl við fortíð í brothættri samtíð. Kristín Loftsdóttir, mannfræðingur Miðvikudagur, 29. mars: Að afmiðja hvítleika í listum. Chanel Björk Sturludóttir, baráttu- og fjölmiðlakona Miðvikudagur, 12. apríl. Um ritskoðun og þöggun. Natasha S, rithöfundur Menning á miðvikudögum er styrkt af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.
13.04.2023 kl. 16:30 - Bókasafn Kópavogs

Lesið á milli línanna

fundinum 13. apríl munum við ræða um Tíkina eftir Pilar Quintana.  Damaris þráir það heitast að verða móðir en þrátt fyrir töfradrykki, smyrsl og helgiathafnir geta þau Rogelio ekki eignast barn. Þegar henni býðst að taka að sér tíkarhvolp grípur hún tækifærið feginshendi en tíkin lætur ekki temja sig frekar en náttúran. Hjartanlega velkomnar! Bókaklúbburinn hentar öllum hressum konum sem vilja hittast, lesa á milli línanna og spjalla um yndislestur á léttu nótunum. Lesin er ein bók á mánuði sem er svo rædd fyrsta fimmtudag í mánuði á fundum klúbbsins. Allar konur velkomnar á meðan húsrúm leyfir. Hlökkum til að hitta ykkur! Fylgist með í Facebook-hópnum Lesið á milli línanna | Bókasafn Kópavogs.
Fleiri viðburðir

Hafðu samband

 

Hringdu í 441 0000

ef þig vantar aðstoð, svör eða nánari upplýsingar. Opnunartími Þjónustuversins er mánudaga - fimmtudaga frá 8 - 16 en frá 8 - 13 á föstudögum.

Hringja

 

Sendu okkur póst

Við tökum á móti ábendingum og fyrirspurnum í gegnum tölvupóst. Smelltu á merkið hér að ofan til að senda okkur póst.

Senda póst

 

Þarftu að senda viðkvæm gögn á öruggan hátt til Kópavogsbæjar

Notendur geta sent Kópavogsbæ viðkvæmar skrár eftir að þeir hafa auðkennt sig með rafrænum skilríkjum.

Gögnum er eytt úr Signet transfer eftir að viðkomandi hefur sótt þau.

Signet