- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fólk með fötlun
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Í fyrsta skiptið sem barn mætir á gæsluvöll þarf að fylla út upplýsingablað. Á blaðið þarf að rita nafn barns og kennitölu ásamt heimilisfangi. Forráðamenn barnsins þurfa einnig að gefa upp nafn sitt og símanúmer sem hægt er að hringja í á meðan á dvöl barnsins stendur.
Mikilvægt er að forráðamenn upplýsi starfsfólk um komu og brottför barns á gæsluvöll.
Ekki eru aðstæður til bleiuskipta á gæsluvelli.
Allt starfsfólk gæsluvalla hefur farið á skyndihjálparnámskeið. Farið er eftir ákveðnum leiðbeiningum ef slys ber að höndum og haft er samband við forráðamenn hið fyrsta. Öll börn sem skráð eru á gæsluvellina eru slysatryggð.
Gjald fyrir hverja komu á gæsluvöll er 500 kr. Ekki er tekið við reiðufé / peningum, eingöngu er tekið við greiðslu í posa.
Starfsfólki er leyfilegt að takmarka fjölda barna, en hver starfsmaður 18 ára og eldri má að hámarki vera með 14 börn. Til aðstoðar á gæsluvöllum eru unglingar úr vinnuskóla en þeir bera ekki ábyrgð á börnum.
Staðsetning
Lækjavöllur, Dalsmára 23. Sími 618 8541.
Leikskólinn Urðarhóll / Stubbasel, Kópavogsbraut 19. Sími 618 8542
Opnunartími
Opnun gæsluvalla 2024 er frá 10. júlí til og með 7. ágúst. Daglegur opnunartími er frá kl. 9:00 til kl.12:00 og frá kl. 13:00 til kl. 16:00.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar gefur leikskóladeild menntsviðs í síma 441 0000
Allar gjaldskrár Kópavogsbæjar eru birtar með fyrirvara um villur.
Takk fyrir! Ábending þín er móttekin