- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fólk með fötlun
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Á árinu 2023, til og með 30. júní 2023, fóru 46% útgjalda bæjarins til menntamála, 24% til umhverfismála, 13% til velferðarmála, 10% til stjórnsýslu, 5% til umsýslu fyrirtækja Kópavogsbæjar og 2% í menningarmál.
Á vef Kópavogsbæjar er hægt að skoða hvaða greiðslur sveitarfélagið innti af hendi og til hverra. Hægt er að skoða útgjöld stjórnsýslunnar, einstakra stofnana og deilda. Sjá nánar á vef Kópavogsbæjar
Mælingin sýnir það fjármagn sem sveitarfélagið hefur ráðstafað á hverju ári til þess að fjármagna verkefni eins og viðgerðir og uppbyggingu vega, brúa, opinberra bygginga og innviða sem hlutfall af heildarútgjöldum. Mælingin er tengd við Heimsmarkmið 16.6 (HM 16.6: Byggðar verði upp skilvirkar og ábyrgar stofnanir á öllum sviðum sem hafa gagnsæi að leiðarljósi) í Heimsmarkmiðavísitölu Kópavogsbæjar.
Traustar eigin tekjur eru sá hluti tekna sveitarfélaga sem eiga uppruna sinn í gjöldum og sköttum eins og lög eða reglugerðir leyfa og segja til um. Aðrar tekjur þar með taldar þær sem önnur stjórnsýslustig veita eru ekki traustar eigin tekjur. Traustar eigin tekjur geta einnig falið í sér hlutdeild sveitarfélaga í tekju- og virðisaukaskatti, þar sem þetta er stöðugur tekjustofn fyrir mörg sveitarfélög. Mælingin er tengd við Heimsmarkmið 16.6 (HM 16.6: Byggðar verði upp skilvirkar og ábyrgar stofnanir á öllum sviðum sem hafa gagnsæi að leiðarljósi) í Heimsmarkmiðavísitölu Kópavogsbæjar.
Innheimtur skattur vísar til útsvars sem sveitarfélagið hefur innheimt frá íbúum. Þessir skattar fela til dæmis í sér fasteignagjöld. Mælingin er tengd við Heimsmarkmið 16.6 (HM 16.6: Byggðar verði upp skilvirkar og ábyrgar stofnanir á öllum sviðum sem hafa gagnsæi að leiðarljósi) í Heimsmarkmiðavísitölu Kópavogsbæjar.
Takk fyrir! Ábending þín er móttekin