Árlega tekur menningar- og mannlífsnefnd eftir umsóknum um bæjarlistamann eða tekur við ábendingum um hann. Á tveggja til fjögurra ára fresti velur menningar- og mannlífsnefnd heiðurslistamann Kópavogs sem heiðraður er fyrir ævistarf sitt.
Bæjarlistamaður
Árlega auglýsir menningar- og mannlífsnefnd eftir umsóknum um bæjarlistamann eða tekur við ábendingum um hann. Tilgangur með útnefningunum er að varpa ljósi á þá fjölmörgu og hæfileikaríku listamenn sem búa í Kópavogi og hafa átt þátt í að auðga menningarlíf bæjarins í gegnum árin. Það er meðal annars hlutverk bæjarlistamanns að deila listsköpun sinni með bæjarbúum það ár sem hann er valinn.
Sjá lista af bæjarlistamönnum
Heiðurslistamaður
Á tveggja til fjögurra ára fresti velur menningar- og mannlífsnefnd heiðurslistamann Kópavogs sem heiðraður er fyrir ævistarf sitt. Fyrsti heiðurslistamaður Kópavogs var valinn 1988.
Sjá lista af heiðurslistamönnum