Fjárhagsaðstoð
Fjárhagsaðstoð er veitt samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og reglum sveitarfélagsins, en samkvæmt þeim er hverjum og einum skylt að framfæra sjálfan sig, maka sinn og börn yngri en 18 ára.
Markmið fjárhagsaðstoðar velferðarsviðs Kópavogs er að tryggja að íbúar bæjarins geti séð fyrir sér og sínum með því að veita þeim þá fjárhagslegu aðstoð sem nauðsyn krefur.
Fjárhagsaðstoð er veitt samkvæmt reglum sem bæjarstjórn setur. Annars vegar er um að ræða grunnaðstoð fjárhagsaðstoðar sem veitt er þegar einstaklingur, hjón eða sambúðarfólk hafa skattskyldar tekjur undir ákveðnum viðmiðunarmörkum og hins vegar eru svonefndar heimildargreiðslur vegna sérstakra aðstæðna að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Hér er um ræða námsaðstoð, húsbúnaðaraðstoð, útfararstyrki, greiðslur vegna sérfræðiaðstoðar, aðstoð vegna fyrirframgreiðslu húsaleigu, aðstoð vegna sérstakra erfiðleika, sérstök aðstoð til foreldra vegna barna, aðstoð vegna endurhæfingar og jólastyrki.