Málefnasamningur 2018 - 2022

MÁLEFNASAMNINGUR
um meirihlutasamstarf Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks kjörtímabilið 2018-2022.
Samningurinn er grundvallaður á stefnuskrám flokkanna fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2018.

Skóla- og menntamál

•Lokið verði við stefnumótun menntamála hið fyrsta sem tekur m.a. á

— Sérhæfðum skólaúrræðum fyrir börn með geðrænan- og hegðunarvanda
— Snemmtæk íhlutun og skimun
— Aukin sálfræðiþjónusta og fræðsla í skólum með sérstaka áherslu á kvíða
og þunglyndi skólabarna
— Efling íslenskukennslu og þjónustu fyrir börn og fjölskyldur af erlendum
uppruna
— Minni miðstýring og aukið sjálfstæði skóla
— Grunnskólar verði í fremstu röð í snjalltækni
— Áhersla verði lögð á iðn-, list- og tæknigreinar
• Bæta starfsumhverfi kennara og starfsfólks í leik- og grunnskólum
• Stefnt verði að innritun yngri barna á leikskóla
• Endurnýjun leikskólalóða verði flýtt
• Byggt verði nýtt sérhæft húsnæði yfir Skólahljómsveit Kópavogs
• Lokið verði við byggingu á nýjum Kársnesskóla
• Farið verði í viðræður við Menntamálaráðuneytið um annan framhaldsskóla í
Kópavogi

Velferðarmál

• Efling akstursþjónustu fatlaðra
• Aukin liðveisla
• Markviss fjölgun félagslegs húsnæðis og annarra búsetuúrræða
• Efla atvinnuþátttöku fólks með fötlun hjá bæjarfélaginu
• Bæta aðgengi fatlaðra að stofnunum og útivistarsvæðum
• Nýjungar í velferðartækni innleiddar
• Kannaðir möguleikar á opnun lýð- og geðheilsumiðstöðvar
• Færanlegum starfsstöðvum verði fjölgað til að efla starf dagforeldra enn frekar
• Heimastyrkur til foreldra barna á leikskólaaldri

Eldir borgarar

• Hafnar verði framkvæmdir hið fyrsta við byggingu hjúkrunarheimilis við Boðaþing
• Fasteignagjöld eldri borgara verði lækkuð í samræmi við reglur um tekjutengingu
• Fjölga dagvistunarrýmum eldri borgara í samvinnu við ríkið
• Aukin heimaþjónusta og meiri sveigjanleiki
• Heilsuefling eldra fólks innleidd m.a. með íþróttastyrk
• Aukin virkni öldungaráðs

 

Æskulýðs-, tómstunda- og íþróttamál

• Frístundastyrkir hækkaðir
• Snjóframleiðsla hafin í Bláfjöllum og endurnýjun búnaðar og aðstöðu
• Keppnisaðstaða handknattleiks í Kórnum verði kláruð
• Endurnýjun á gervigrasaðstöðu verði lokið ásamt upphitun og lýsingu
• Aðstaða frjálsra íþrótta verði fundin varanleg lausn
• Samráðsvettvangur íþróttafélaga í Kópavogi kanni leiðir til að lækka kostnað
barna við íþróttaiðkun m.a. með tilliti til æfingabúnaðar og komi
að samþættingu íþrótta og dægradvalar
• Veita brautargengi grasrótarstarfi þar sem kostnaði er haldið í lágmarki
og iðkendum gert kleift að finna íþrótt við sitt hæfi
• Haldin verði samkeppni um hönnun hverfissundlaugar í Fossvogsdal
• Hefja undirbúning að stækkun og endurbótum á íþróttahúsi við Kársnesskóla
• Metnaðarfull áætlun verði gerð til að halda Landsmót hestamanna 2022
í samvinnu við hestamannafélagið Sprett
• Endurbæta strandblakvöll við Fagralund

Umhverfismál

• Markvissari flokkun og endurvinnsla sorps hjá heimilum og fyrirtækjum
• Bæta aðgang að raforku og vistvænum orkugjöfum
• Að Kópavogsbær stuðli að notkun vistvænna orkugjafa og auki enn frekar
eftirfylgni með loftgæðum
• Markviss fegrun umhverfis, sérstaklega verði horft til atvinnuhverfa
• Þjónusta við grenndargerði verði efld
• Viðhaldsverkefnum á leiksvæðum verði flýtt
• Bættar gönguleiðir við Elliðavatn
• Átak í viðhaldi mannvirkja í eigu bæjarins

Samgöngur

• Bætt aðstaða samgöngumiðmiðstöðvar í Hamraborg
• Kanna verði til hlítar að leggja Reykjanesbrautina í stokk eða göng
• Lokið verði við gerð Arnarsnesvegar
• Átak í að fjölga og aðskilja göngu- og hjólreiðastíga
• Reiðstígar bættir m.a. með lýsingu
• Fjölgun umferðarstýrðra ljósa
• Hraðamælingarskiltum fjölgað
• Farið verði í tilraunaverkefni með hraðamyndavélar á Kársnesi
• Hafist verði handa við að byggja brú yfir Fossvog fyrir gangandi,
hjólandi og almenningsvagna
• Kópavogur mun áfram taka þátt í samstarfi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
um þróun forgangsakreina fyrir almenningssamgöngur.

Skipulagsmál

• Skipulag endurskoðað með það að markmiði að Stúdentaíbúðir rísi á Kársnesi með
áherslu á bíllausan lífsstíl
• Ráðist verði í endurskoðun á skipulagi Glaðheimasvæðis
• Leitað verði leiða til að byggja hagkvæmt húsnæði t.d. í samstarfi við
húsnæðissamvinnufélög
• Vinna að skipulagi í Vatnsendahvarfi

Rekstur og stjórnsýsla

• Skattar og gjöld verði lækkuð
• Verkefnið ,,hvert fara peningarnir” þróað áfram með aukið gagnsæi í huga
• Stuðla að auknu íbúalýðræði m.a. með verkefninu Okkar Kópavogur
• Mörkuð verði ferðamálastefna í Kópavogi
• Endurskoðað verði rekstrarfyrirkomulag félagslega íbúðakerfisins í Kópavogi
• Skuldir bæjarsjóðs verði lækkaðar
• Nýjungar í tæknilausnum verði notaðar til að bæta stjórnsýsluna og aðra þjónustu
við Kópavogsbúa

Skemmtilegri bær

• Umhverfi Hamraborgarsvæðisins bætt
• Endurbætt útiaðstaða og leiktæki við Salalaug
• Klifurveggur í sundlaug Kópavogs
• Hundagerði verði fundinn staður
• Hafin verði endurbygging á gamla Kópavogsbænum
• Lokið verði við endurbyggingu og umhverfi „Hressingarhælisins“
• Lestrar- og menningarmiðstöð opnuð í efri byggð
• Fleiri útilistaverk og umhverfislýsing til að fegra Kópavog
• Gosbrunnur við menningartorfuna
• Opnunartími sundlauga lengdur
• Frítt í sund til 18 ára

 

Kópavogur 11. Júní 2018

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins        Bæjarfulltrúi Framsóknarflok

Ármann Kr. Ólafsson                                  Birkir Jón Jónsson
Margrét Friðriksdóttir                                                                       
Karen E. Halldórsdóttir                                                                     
Hjördís Ýr Johnson                                                                              
Guðmundur Gísli Geirdal                                                                 

Undirritaður málefnasamningur Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks

Síðast uppfært 17. desember 2018