Mánaðarskýrslur Kópavogsbæjar

Í hverjum mánuði gefur bæjarritari út skýrslu, mánaðarskýrslu, um starfsemi bæjarins. Þar má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar svo sem um stöðuna á rekstri einstakra málaflokka, ýmsar tilkynningar til bæjarins, aðsóknartölur að menningarstofnunum bæjarins, íbúaþróun og fleira.  

Frá og með 2018 er skýrslan í nýju formi sem byggir á beintengingu við Vöruhús gagna Kópavogsbæjar.  Nýtt form býður upp á marga nýja eiginleika.  Hægt er að fletta í eldri útgáfum, sía gögnin eftir eigin höfði og opna undirliggjandi gögn í sér gluggum.

OPNA MÁNAÐARSKÝRSLU KÓPAVOGSBÆJAR

Eldri útgáfur má sjá hér að neðan.

Síðast uppfært 18. mars 2021