- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fólk með fötlun
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Að hverju snýr stuðningurinn?
Foreldrar og forsjáraðilar geta þurft stuðning við:
- Að sinna uppeldis- og foreldrahlutverki sínu
- Að taka virkan þátt í samfélaginu
- Að halda heimili
- Að styrkja stuðningsnet sitt
- Að byggja upp sjálfstraust
Börn geta þurft stuðning við:
- Að taka virkan þátt í samfélaginu
- Að eiga góð og uppbyggileg samskipti
- Að eignast vini
- Að líða vel í eigin skinni
Leitað er eftir skoðunum barns við útfærslu stuðnings eftir því sem aldur og þroski leyfir. Stuðningur er veittur bæði innan heimilis og utan.
Á ég rétt á stuðningi?
Til að eiga rétt á stuðningi þurfa foreldrar, forsjáraðilar og börn að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
Fjölskyldur með lögheimili utan Kópavogs geta sótt um stuðning fyrir börn og fjölskyldur ef þörf fyrir stuðning tengist fötlun innan fjölskyldunnar en skilyrði er að umsækjendur skrái lögheimili sitt í Kópavogi þegar stuðningur hefst.
Hvernig nálgast ég stuðning?
Fyrsta skref foreldra og forsjáraðila er að panta viðtal við ráðgjafa á velferðarsviði Kópavogs í síma 441-0000. Í framhaldinu er tekin sameiginleg ákvörðun um hvaða stuðningur hentar fjölskyldunni og umsókn undirrituð ef við á. Einnig má fylla út umsókn inn á þjónustugátt og ráðgjafi hefur samband.
Hvað gerist næst?
Þegar undirrituð umsókn um stuðning liggur fyrir er næsta skref formlegt mat á stuðningsþörf fjölskyldunnar. Matið tekur mið af stöðu fjölskyldunnar með tilliti til eftirfarandi þátta:
Við formlegt mat á stuðningsþörf er litið til heildaraðstæðna fjölskyldunnar. Ef matið leiðir í ljós að ekki er talin þörf á stuðningi er umsókn synjað. Sé umsókn samþykkt vinnur ráðgjafi stuðningsáætlun í samvinnu við fjölskylduna.
Stuðningsáætlun byggir á formlegu mati á stuðningsþörf. Í áætluninni er eftirfarandi spurningum svarað:
Hvaða lög og reglur gilda um stuðning við börn og fjölskyldur
Stuðningur við börn og fjölskyldur er veittur á grundvelli eftirfarandi laga og reglna:
Takk fyrir! Ábending þín er móttekin