Höfuð-Borgin

Höfuð-Borginn er sértæk félagsmiðstöð fyrir ungmenni 16 til 20 ára.
Höfuð-Borgin er fyrir ungmenni með lögheimili í Kópavogi og eru með miklar stuðningsþarfir. Starfsemi Höfuð-Borgarinnar er til húsa í Fannborg 2 (1. hæð)

Upplýsingar

Fyrir hvað stendur Höfuð-Borgin?

Höfuð-Borgin er sértæk félagsmiðstöð fyrir ungmenni 16 til 20 ára, með lögheimili í Kópavogi og með miklar stuðningsþarfir. Starfsemin fer fram að loknum skóladegi ungmennanna. 

Lögð er áhersla á veita ungmennunum öruggt, jákvæt og uppbyggilegt frístundastarf sem tekur mið af þörfum og getu hvers og eins.

Starfsemi Höfuð-Borgarinnar fellur undir lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningaþarfir.
___________________________________________________________________________________________

Opnunartími.

Höfuð-Borgin er opin virka daga frá kl. 13.00 - 17.00. Opið er í vetrarfríum, jóla - og páskaleyfi og á starfsdögum framhaldsskóla frá kl. 08.00 - 17.00. Lokað er á rauðum dögum.
___________________________________________________________________________________________

Starfsemin á sumarin.

Höfuð-Borgin býður uppá hefðbundna sumarvinnu hjá Kópavogsbæ í samvinnu við ungmennin um aðstoð með kynningu á almennum vinnumarkaði. Áhersla er á vinnu - og frístundaþjónustu fyrir ungmennin á aldrinum 16 til 25 ára og er sniðið að þeirra þörfum og getu.
__________________________________________________________________________________________

Akstursþjónusta.

Boðið er upp á akstur frá framhaldsskóla ungmenna í Höfuð-Borgina á starfstíma framhaldsskólanna. Sjá nánari upplýsingar um ferðaþjónustu HÉR 

__________________________________________________________________________________________

Frekari upplýsingar.

Upplýsingnar um starfsemi Höfuð-Borgarinnar og umsóknarferli veitir Darri Gunnarsson forstöðumaður, netfang darrig@kopavogur.is eða í síma 441 9395 / 825 5913